Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Síða 68

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Síða 68
Fjármagnið er sá þáttur, sem takmarkar framkvæmdir hjá flestum frumbýlingum og mörgum, sem eitthvað hafa búið. Til að ná settu marki undir slíkum kringumstæðum þarf að fara krókaleiðir. Aætlunina verður þá að miða við það, að hið takmarkaða fjármagn nýtist sem bezt og þarf þá oft að sætta sig við lakari aðstöðu með tilliti til vinnuhagræð- ingar og þæginda. Einn þátturinn í því, er að velja þær búgreinar, sem auðveldastar eru með tilliti til fjárfestingar. Það sem úr er að velja á landi hér, er ekki margt, en til greina koma garðrækt, sauðfé, nautgripir, alifuglar og svín. Það fer eftir legu og ásigkomulagi jarðarinnar, hverju af þessum búgreinum er hægt að sinna. En stofnfjárþörf fyrir þær er mjög mismikil, og því misjöfn aðstaða fyrir þann, sem vantar fjármagn, að hefja rekstur þeirra. Sauðfé krefst mjög mikils stofnkostnaðar og einnig mikils rekstrarfjár og er því erfiðust allra búgreina fyrir frumbýl- inga að frátalinni holdanautarækt, þar sem kálfaframleiðsl- an byggist á eldi holdakúa. Mjólkurframleiðslan er mun hagstæðari að þessu leyti. Garðræktin þarf langminnst stofnfé. Vegna þess hvað búgreinavalið hefur mikla þýðingu fyrir nýtingu takmarkaðs fjármagns, er sjálfsagt að taka tillit til þess, eftir því sem önnur búskaparaðstaða leyfir. Þeirri skoðun hefur verið haldið mjög á lofti og að mestu ómót- mælt, að framleiðslu hinna ýmsu búvara ætti að binda við ákveðin landsvæði og vegalengdir á markað ættu einhliða að ráða því hvað yrði framleitt á hverjum stað. Eg tel að þessi skoðun byggist á algerðri vanþekkingu á rekstri bú- skapar, sem atvinnuvegar, og að merkilegt sé að nokkur bóndi eða búfróður maður skuli ljá 'henni eyra. Þegar gerðar eru áætlanir fyrir aðila, sem hafa takmarkað fjármagn er það fyrsta, sem athuga þarf, hvað mikið fjár- magn er til staðar og hvaða lánsmöguleikar eru fyrir hendi. Jafnframt þarf að kanna, hvaða möguleikar eru á því að standa undir þeirri fjárfestingu, sem stofna á til. Til þess þarf að gera rekstraráætlun. Frumkrafa, sem gera þarf til búrekstraráætlunar, er að 72
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.