Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 71

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 71
þar raeð einstaklinganna, sem um búreksturinn sæju, sem hver hefði sín séreinkenni. Endurbætur á handbókinni voru m. a. í því fólgnar, að finna sveiflur á hinum ýmsu atriðum, sem fóru eftir mis- munandi aðsúiðu á hverjum stað, eftir staðsetningu, jarð- vegs og veðurskilyrðum o. s. frv. Til að skýra þetta nánar skal ég nefna dæmi og staðfæra það hér. Segjum að meðal- framlegð af kind hjá öllum búreikningabændum í landinu væri 1.300,00 kr. Ef búreikningar væru kannaðir nánar gæti komið fram, að meðalframlegð hjá þeim, sem hafa bezt beitilönd reyndist 1.600,00 kr. En framlegð af kindum í landléttum sveitum væri ekki nema 1.000,00 kr. Þetta er aðeins lítið dæmi, sem á að sýna, hvað auknar uppiýsingar og úrvinnsla gætu hjálpað til við áætlanagerð, ef þær liggja fyrir á aðgengilegan hátt. Með aukinni vinnu og reynslu, væri hægt að leggja þeim til, sem við áætlana- gerð fást, bætt skilyrði, sem flýttu mikið fyrir og gerðu áætlanirnar traustari. Enginn vafi er á því að áætlanagerð við búskap er mjög þörf. Vegna þess, hvað búskapur er margþættur, og allt sem þar er gert verkar langt fram í tímann, mun hvergi rneiri þörf á áætlanagerð. Slík áætlanagerð verður alltaf vanda- söm. Margir þættir verka á reksturinn, því er um næstum óteljandi möguleika á tilhögun að ræða. Vonlaust er að finna beztu lausnina, valið stendur á milli mismunandi góðra eða erfiðra leiða. Þessi fjölbreytni gerir það að verk- um, að erfitt er að gera upp á milli hinna ýmsu valkosta, en hún leiðir einnig til þess, að handahófskenndar og lítt hugs- aðar framkvæmdir verða sérstaklega vonlausar. Til að gera áætlanirnar svo traustar, að bændur vilji taka þær alvarlega og fari eftir þeim, en það er frumskilyrði til að þær komi að gagni, þarf að vanda þær, og þá þarf veru- legan tíma til að gera þær. Handbók með helztu upplýsing- um, sem á þarf að halda, sem kæmi árlega eða með fárra ára millibili út, væri mikil hjálp. í sambandi við ráðunautaráðstefnu, sem haldin var fyrir þremur árum var gerð hér talsvert markverð tilraun með 75

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.