Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 79

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Side 79
Kýr i fóðrunartilraun á Galtalœk. Af þessu verður ekki annað betur séð en til þurfi að vera sérstakt geldstöðukjarnfóður, með lágu próteinmagni en vel útilátnu steinefnamagni með heppilegum hlutföllum, eink- um milli Ca og P (ekki yfir 1,5 samkv. Furunes) til að forð- ast bráðadoða. Þessi blanda yrði síðan gefin út geldstöðuna, en síðustu 8—10 dagana fyrir burð kæmi svo mjólkurkjarn- fóðurblandan smám saman í staðinn fyrir hana, þannig að geldstöðublandan væri að engu orðin um burðinn eða mjög fljótt upp úr því. Um það í hve miklum mæli, eða hve nákvæm samsetning blandnanna ætti að vera í hverju tilfelli, er að mínu viti ógjörningur að segja um nema að vita eitthvað um heygæð- in — gildi meðaltalna eru ekki í meiri hávegum höfð hjá mér, nánast einskis verð þegar ráðleggja á einstökum bænd- um í þessu tilliti. Fáu er ég eins meðmæltur og síðustu orðum Jóns Viðars: „Varast ber ofnotkun kjarnfóðurs í mjé)lkurframleiðslunni. 83

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.