Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 88

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1973, Page 88
ÚR GÖMLUM RITUM Það þykir góður siður ráðunauta og rannsóknarmanna að lesa nýjar bækur og ný rit, er berast. Fylgjast þeir þann veg með ýmsum nýjungum, sem fram eru að koma og að gagni geta orðið bændum og búaliði, en verða einnig við- ræðuhæfari í sínum hópi um vísindaleg efni búfræðinnar. Eins og það er sjálfsagt og nauðsyrilegt að leiðbeinendur bænda og tilraunamenn í landbúnaði viðhaldi sinni J)ekk- ingu og auki með lestri nýrra bóka, en haldi sig ekki allt hafa numið af þeim kennslubókum, sem hending réði, að notaðar voru þann tíma, er Jreir voru í skóla, Jrá getur liitt ekki síður verið gagnlegt að fíta tif baka, fletta í gömlum ritum og sjá hvað forverar okkar höfðu fram að færa. Oftar en maður hyggur, er leitað langt yfir skammt þegar tíma og fé er eytt í að rannsaka ýmis vandamál, sem finna má í gömlum bókum, að löngu eru leyst. Fleira má þó finna í ritum áa okkar, en lausnir vandamála. Þar eru oft ábend- ingar um hvað betur megi fara og hvernig betur má breyta. Eru þessar hugvekjur þannig, að enn stendur þar hvert orð í fullu gildi, þrátt fyrir hina miklu framþróun tækni og aukningu „lífsgæða". Hér á eftir fer útdráttur úr einni af þessum gömlu hugvekjum. Erindið er flutt á bændanám- skeiði að Hjarðarholti í Dölum í janiiar 1912, og er höf- undur þess prófessor Ólafur Ólafsson. Brot af því er áður birt í búnaðarblaðinu Frey, marzheftinu 1912, og er út- dráttur þessi þaðan tekinn. Hefst nú erindið: „ . . . Breytingarnar hjá oss á síðasta mannsaldri eru orðn-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.