Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 1
PÉTUR BJARNASON:
FISKELDI Á ÍSLANDI
Á TÍMAMÓTUM
Fiskeldi er orðið tískuorð og tískuviðfangsefni hér á landi. f
stað rólegrar, og að sumra dómi alltof hægrar framþróunar á
undanförnum árum, eru umsvifin orðin slík, að nærri daglega
heyrist um ný, viðamikil áform um fiskeldi. Fyrir áhugamenn
um fiskeldi, er hér um ánægjulega þróun að ræða, en um það
má spyrja, hvort umskiptin ætli ekki að verða of snögg. Mér
segir svo hugur um, að fiskeldi sé ekki mikill greiði gerður með
alltof miklum umsvifum allt í einu og alls staðar. Ég hygg, að
við uppbyggingu fiskeldis sé best að flýta sér hæfilega (ath.
hæfilega en ekki hægt), og væri hægt að vísa í reynslu Norð-
manna í því sambandi. Hitt er þó óskandi, að fiskeldi komist
óskaddað út úr þeirri holskeflu, sem virðist ætla að ríða yfir.
f þeirri samantekt, sem hér fer á eftir, ætla ég að reyna áð
lýsa lauslega þróun fiskeldis hér á landi, og varpa ljósi á það,
hver staða þessara mála er í dag. Jafnframt mun ég gera
nokkra grein fyrir því, hvert beri að mínu mati að stefna við
frekari uppbyggingu fiskeldis í landinu.
FISKELDI FRAM AÐ ÞESSU
Fiskeldi í einhverri mynd hefur verið stundað í 4-5000 ár í
heiminum, og fast að einni öld á íslandi. Skrefin, sem stigin
hafa verið, hafa verið misstór, og er þeim flestum það sam-
3