Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 3
Verið að flytja fóður í flotkvíar ISNO hf í Lóni í Kelduhverfi.
Árið 1982 var hafinn rekstur á laxeldisstöðinni Sjóeldi hf. í
Höfnum á Reykjanesi. Sú stöð sker sig úr hinum að því leyti,
að eldisferillinn er tvískiptur, þannig að laxinn er alinn í
strandkvíum fyrri hluta eldisferilsins, en í flotkvíum seinni
hluta hans.
Jafnframt þessum framkvæmdum til matfiskeldis þróuðust
seiðaeldisstöðvarnar áfram. Hafa nokkrar stöðvar risið víða
um land, sem hverri um sig er ætlað að þjóna „sínu“ svæði.
Enn um sinn miðast þó framleiðsla seiðanna við það að auka
fiskgengd í ánum, fremur en að auka matfiskeldi.
Flestar þær tilraunir til matfiskeldis, sem gerðar hafa verið,
hafa að verulegu leyti farið út um þúfur, og skilað eigendum
sínum litlu öðru en fjárhagsáhyggjum og biturri reynslu. Þó
hafa þær einnig leitt af sér þekkingu og reynslu, sem hægt er
að byggja framhaldið á. Menn virðast almennt komnir á þá
skoðun að fiskeldi á Islandi verði frekast stundað í strandkví-
um uppi á landi, eða í því samblandi af strand- og flotkvía-
eldi, sem fyrr er nefnt.
5