Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Síða 4
AÐSTÆÐUR TIL FISKELDIS
Á íslandi er mest rætt um eldi laxfiska, og þá aðallega eldi lax.
Þetta er eðlilegt, því það er einmitt í laxeldi, sem nágranna-
þjóðir okkar, og þá helst Norðmenn, hafa náð bestum árangri.
Ég tel, að frekari uppbygging laxeldis í landinu sé okkar
nærtækasta verkefni í fiskeldismálum, en þó að svo sé, þá
eigum við að hafa vakandi auga með öðrum þeim eldisdýrum,
sem við gætum nýtt okkur.
Lax er eins og flestir vita fiskur, sem hrygnir í fersku vatni
og dvelur þar fyrri hluta ævi sinnar. Þegar laxaseiðið er orðið
12-14 cm langt, verða á því ákveðnar líffræðilegar breytingar,
sem aðlaga seiðið lífi í söltu vatni. Seiðið fer i göngubúning
svokallaðan, og gengur til sjávar. Hiti árinnar ákvarðar að
mestu hversu fljótt þetta gengur fyrir sig, en í íslenskum ám
tekur það seiðið venjulegast 3-5 ár að ná göngustærð.
Laxinn vex hratt í sjónum, og kemur til baka í sína heimaá
eftir eins til tveggja ára sjávardvöl, þá orðinn kynþroska og 1
til 6 kg þungur.
Aðrir laxfiskar, sem á Islandi finnast, eru bleikja, urriði og
regnbogasilungur. Þessir fiskar hafa svipaðan lífsferil og lax,
fyrir utan það, að innan þeirra eru stofnar, sem dvelja í fersku
vatni allt sitt líf.
í fiskeldi er leitast við, að láta fiskinn vaxa í heppilega stærð
á sem stystum tíma og með sem minnstum tilkostnaði miðað
við söluverð. Mikilvægustu forsendur vaxtar eru hiti eldis-
vatnsins og fóðrið.
Um fóðrið get ég verið fáorður. Laxinn er matvandur fisk-
ur, og þarf vel útbúið fóður. Laxfóðurgerð er því sérfræð-
ingsvinna, og skiptir miklu, að vel sé að henni staðið. Jafn-
framt er ljóst, að margt er enn ólært varðandi laxafóður, og
því er mikilla framfara að vænta á þessu sviði.
Þegar rætt er um við hvaða eldishita mestur vöxtur náist er
gjarnan talað um kjörhita með tilliti til vaxtar. Ekki er víst að
vaxtarkjörhitinn sé endilega heppilegasti eldishitinn, því fleiri
atriði koma þar inn í, svo sem minnkun á viðnámi gegn
sjúkdómum, lélegri fóðurnýting og fleira. Venjulegast er þó
6