Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 14
mjög mikill munur var á ullarmagni af þessum tveim karl-
dýrum. Laddi er mjög gott ullardýr og fékk góðan dóm en
Halla var fargað tæplega tveggja ára og matreiddur, þótti það
mjög góður matur (sjá uppskrift).
Kvendýrin voru Dama, Halla og Soffía, en Halla drapst.
Soffía bar af með ullarmagn, mjög fallegt dýr enda heitir hún
eftir þekktri leikkonu ítalskri. Auk þess er hún mjög frjósöm,
hefur átt upp í 12 unga í einu goti og komið mest upp 9
ungum í einu. Dama er sæmilegt ullardýr en ekki eins frjósöm
og Soffía. Magnús á Jaðri valdi kvendýrin handa okkur, enda
ekki um mörg að ræða, en karldýrin tókum við sjálfir úr
dálitlum hóp. Valdi ég gæfasta dýrið, Ladda, og svo aftur það
styggasta, Halla. Það kom svo aftur í ljós að auðvitað var gæfa
dýrið betra, og þarf engum að koma það á óvart, það er
einmitt eitt einkennið á góðu dýri. Þannig hafa Laddi og
Soffía orðið foreldrar flestra dýra er hér hafa alist upp.
MATARUPPSKRIFT
Lostæti kanímbóndans.
1 kanína
‘h sítróna
1 tsk. pipar
1 tsk. Timian
1 tsk. Basilikum
1 gulrót
2 laukar
50 g smjörlíki
1 dós sýrður rjómi
Hveiti og salt
Kanínan er skorin í stykki. Þau nudduð með sitrónunni og stráð á
blönduðu kryddi. Bíða i 30 mínútur.
Steikið kjötið í feiti á pönnu, sett í pott ásamt niðursneiddum
lauknum og gulrótinni og eins litlu vatni og hægt er.
Soðið í 1 xh klst. Setjið nú sýrða rjómann i og hveiti, ef sósan þykir
ekki nógu þykk.
Borið fram með kartöflum, hrásalati og hrísgrjónum.
Emelía.
(Or Fræðslu- og fréttariti KRÁS)
16