Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 17
Allt skiptir máli, eldi dýranna, húsnæðið og gotbúrið. Ef vel
gengur með eitt kvendýr í goti, margir ungar og hún mjólkar
vel, þá er um að gera að láta það dýr eiga unga þrisvar á ári og
velja svo bestu dótturina úr ungahópnum til undaneldis.
10-14 daga gamlir fara ungarnir á stjá og éta með móður
sinni. Þá þurfa bæði móðirin og ungarnir að hafa frjálsan
aðgang að kjarnfóðri. Þegar kanína gengur með unga undir
sér, þarf hún eins kjarngott fóður og völ er á, annars þrífast
ekki ungarnir af því að hún mjólkar ekki nóg. Hún étur þess
vegna lítið annað en kjarnfóður þó hún hafi aðgang að öðru
léttara fóðri.
FÓÐRUN
Kanínur eru fóðraðar á heyi og fóðurblöndu. Heyið þarf að
vera vel verkað en það má vera gróft. Fóðurblandan er frá-
brugðin kúa- og sauðfjárblöndum og er að mestu byggð upp
af trénisríku hráefni. Fóðurblöndugjöfin er mismikil eftir því
hvort kanínur eru geldar eða með unga, allt frá engri fóður-
blöndugjöf upp í 150-200 g/dag eftir got og jafnvel enn meira
eftir ungafjölda. Fóðurblandan er innflutt frá Danmörku eða
Þýskalandi. Nú framleiðir Mjólkurfélag Reykjavíkur kan-
ínufóður og er það heilfóður, en innflutta fóðrið, danska og
þýska, er hugsað með hálmi eða heyi. MR fóðrið er ætlað
bæði gelddýrum og dýrum með unga, þannig að dýr með
unga fái frjálsan aðgang en aðgangurinn sé takmarkaður hjá
gelddýrum. Þetta fóður má einnig nota með heyi. f MR
fóðrinu er 46% grasmjöl, 2.5% fiskimjöl, 2.1% þangmjöl og er
því um helmingur hráefnisins innlendur að uppruna. Fg gæti
hugsað mér fjölskyldubú sem væru i um 6-800 dýr en þá
eingöngu fóðrað á köggluðu heyi.
Nokkrir ókostir eru við heygjöf. Dýrin sækja í að slæða
hluta af gjöfinni og þá sest heyið á netbotninn og dýrin
óhreinkast. f öðru lagi festist fræ úr heyinu í ullinni og
eyðileggur fyrsta flokks ull. Mikið verk og nánast óvinnandi er
að tína fræ úr ullinni. Þá geta sveppir í illa verkuðu heyi haft
19