Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 24
ári má teljast lágmarksárangur. Þá má setja upp eftirfarandi
dæmi:
33 ær gefa.............................. = 96.631,92 kr.
Fóðurkostnaður.......................... = 33.957,00 kr.
Mismunur................................ = 62.774,92 kr.
100 kanínur gefa miðað við 800 g..... =105.360,00 kr.
Fóðurkostnaður.......................... = 34.660,00 kr.
Mismunur................................ = 70.700,00 kr.
NIÐURLAG
Samkvæmt skýrslum voru um 440 ullarkanínur á landinu
haustið 1982 og var giskað á að haustið 1983 væru þær orðnar
um 1.200, gætu haustið 1984 hafa verið um 3.500. Hugsan-
lega mætti nýta um 25 tonn/ári af angóraull og má því telja
líklegt að stofnstærðin gæti orðið um 30.000 dýr. Offram-
leiðsla er því ekki fyrirsjáanleg.
Varðandi framtíð kanínuræktar á íslandi sýnist mér fjöl-
skyldubúskapur álitlegri en vélvæddur stórbúskapur, en öllu
máli skiptir að ná 800-1000 g af 1. flokks ull árlega af dýri.
Kanínuræktarfélagið á Suðurlandi — KRÁS — gekkst
sumarið 1984 fyrir kynningarfundum víða um land. Með í
þeirri yfirreið voru tveir þýskir sérfræðingar er sýndu klipp-
ingu og flokkun ullar og félagið hefur gefið út fræðslumynd
um kanínurækt á myndbandi. Á þessum fundum var hvatt til
stofnunar svæðafélaga og sums staðar hefur það verið gert.
KRÁS mun gegna hlutverki landssambands næsta ár, eða þar
til svæðafélögin hafa tekið til starfa. Nú eru rúmlega 200
félagsmenn í KRÁS en þeir hafa áreiðanlega ekki allir kan-
ínur. Af félagsmönnum eru um 90 á Suðvestur- og Vestur-
landi og Vestfjörðum, um 60 á Suðurlandi, 50 á Norðurlandi
og 30 á Austurlandi. Félagsmenn á Norðurlandi dreifast
þannig að 21 er í Eyjafirði, 11 í Skagafirði, 9 í Suður-Þing-
26