Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 29
ráðunauta. Það er að sjálfsögðu ekkert gagn í niðurstöðum
landbúnaðarrannsókna fyrr en farið er að nota niðurstöðurn-
ar í sveitunum eða vinnslustöðvum landbúnaðarafurða.
RANNSÓKNIR Á HVANNEYRI
Bændaskólinn á Hvanneyri var stofnaður 1889. Allar götur
síðan má segja að einhver tilraunastarfsemi hafi farið þar
fram. Á Hvanneyri eru tveir aðilar sem hafa rannsóknir með
höndum, Bændaskólinn á Hvanneyri og Bútæknideild
Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Á vegum Bændaskól-
ans er nú unnið að um 60 rannsóknaverkefnum, stórum og
smáum, fyrir utan efnagreiningar á fóðri og jarðvegi sem
gerðar eru fyrir bændur. Um 7 ársverk fara í rannsóknir
Bændaskólans. Rannsóknirnar eru ómetanlegur stuðningur
fyrir kennslu í skólanum. Hjá Bútæknideild er unnið að um
25 rannsóknaverkefnum og til þess eru notuð um 4 ársverk.
Nútíma rannsóknir eru sjaldan unnar af einum manni,
heldur er um samvinnuverkefni að ræða. Þeir sem vinna að
rannsóknum á Hvanneyri eru því í nánu samstarfi við menn
sem starfa hjá öðrum stofnunum og það á einnig við um þau
verkefni sem getið er um hér á eftir. Til að gefa mönnum
hugmynd um að hverju er unnið á Hvanneyri verður getið
nokkurra rannsókna bæði frá Bændaskólanum og Bútækni-
deild.
RANNSÓKNIR SEM UNNIÐ ER AÐ A HVANNEYRI
Ræktun Beringspunts.
Það sem af er öldinni hafa verið reyndar í tilraunum ýmsar
grastegundir til túnræktar. Niðurstaðan hefur orðið sú að það
eru einkum fjórar tegundir sem sáð er í nýræktarflög, vallar-
foxgras, vallarsveifgras, túnvingull og háliðagras. Nú virðist
fimmta tegundin vera að bætast við, svonefndur Berings-
puntur, sem tilraunir hófust með 1974. Beringspuntur er ná-
31