Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 30
skyldur snarrótarpunti, en hefur ýmsa eiginleika sem gera
hann hæfari til túnræktar. Verið er að rannsaka æskilegan
sláttutíma, líklegt uppskerumagn, efnamagn, hvernig hey af
puntinum verkast og skepnur fóðrast á því. Þessar rannsóknir
eru svo langt komnar að talið er óhætt að mæla með Ber-
ingspunti til ræktunar við ákveðnar aðstæður.
Húsvist sauðfjár.
Stofnkostnaður við fjárhúsbyggingar er mikill, en það er um
helmings verðmunur á ódýrum og dýrum húsum. Undanfar-
in ár hafa verið gerðar athuganir til að fá vitneskju um þrif
fjár í ólíkum gerðum húsa. f tilraunum hefur komið í ljós að
varmatap vetrarrúins fjár eykst um helming miðað við órúið
fé. í óeinangruðum húsum verður fóðurþörf í samræmi við
varmatap. Það getur því borgað sig á skömmum tíma að
einangra fjárhús ef á að rýja féð á veturna.
f framhaldi af áðurnefndum tilraunum er nú verið að reyna
ódýrar húsagerðir þar sem fé liggur við opið mestan hluta
vetrar.
Vatn í jarðvegi.
Mikið er um mýrar á Faxaflóaundirlendinu. Þegar mýrarnar
hafa verið ræstar fram þorna þær ekki alltaf eins og til er
ætlast. Þetta hefur orðið til þess að áhersla hefur verið lögð á
að mæla ýmsa eðlisþætti í jarðvegi mýrartúna, til að kanna
hvað það er sem hindrar árangur af framræslu. Mæld er
grunnvatnsstaða í jarðvegi, rakaspenna, vatnsleiðni og
vatnsheldni. Þar að auki eru gerðar tilraunir með mismun-
andi gerðir lokræsa. Rannsóknirnar hafa sýnt að jarðvegur á
ýmsum stöðum heldur óhæfilega miklu vatni í sér svo að
afköst túnanna eru of litil vegna bleytu. Rannsóknum verður
haldið áfram og beinast m.a. að því að auka þekkingu á
hegðun vatnsins í jarðveginum.
Rœktun skjólbelta.
Á Hvanneyri hafa verið gróðursett skjólbelti til hlífðar öðrum
gróðri. Elstu beltin eru frá 1957 og 1958 og eru þau orðin 4-5
32