Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 38
1 grein sem Þórir Guðmundsson kennari á Hvanneyri ritar í
byrjun árs 1936 hvetur hann til þess að gera meltanleika-
mælingar á sem flestu fóðri og til þess að gera heyverkunar-
tilraunir — bæði með votheys- og þurrheysgerð. Og enn er
óþurrkur sumarið 1937 og segir þá í grein eftir Halldór á
Kirkjubóli, grein sem kom i Frey og rituð er í vetrarbyrjun
1937:
„Það er tvennt, sem hjálpar mönnum hér (þ.e. á Vest-
fjörðum) til þess að ná góðum árangri í rosatíð. Annað er
votheysverkun. Hitt er hærur“.
Og áfram skrifar Halldór.
„Ég get ekki verið þegjandi vitni að því að milljóna-
auður fari forgörðum vegna þess að þau hjálparráð, sem
við þó þekkjum eru forsmáð“.
Og ennfremur:
„Islensk bændastétt á óendalega mikið undir því að hún
tileinki sér þá heyskaparmenningu, sem brýtur óþurrk-
ana á bak aftur og útrýmir hröktum heyjum. Þar skal
hún stíga merkilegt spor til bættrar afkomu og betra lífs.
Það er ódauðlegt starf í þágu sannrar þjóðmenningar“.
Þetta sagði bóndinn á Kirkjubóli eftir óþurrkasumarið
1937 og enn var það fyrst og fremst votheyið sem bjarga átti
grösum frá hrakningi þó einnig hvetji Halldór til betri um-
önnunar um þurrt hey, einkum að láta sæti ekki standa
óyfirbreidd — staðreynd sem er í jafn fullu gildi í dag, ef
menn á annað borð setja upp í sæti.
En svo kemur súgþurrkunin. Fyrstu tilraunir með hana eru
gerðar árið 1945 og þessi máti við að þurrka hey er á næstu
árum tekinn í notkun af allmörgum bændum vítt um land en
þó sennilega einkum á Suðurlandi og í Eyjafirði og í Þing-
eyjarsýslum. Á útmánuðum 1950 er gerð athugun á því,
40