Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 41
BJÖRN BENEDIKTSSON:
UPPGRÆÐSLA MELA I SAND-
FELLSHAGA í ÖXARFIRÐI
Ástœður.
Afréttir eru góðir í Öxarfjarðarhreppi og sauðfé yfirleitt vænt
að hausti, ef árferði er skaplegt. Ríkjandi gróður í heimalandi
Sandfellshaga er birkikjarr, fjalldrapi, lyng og víðitegundir en
valllendisgróður af skornum skammti. Af þessu leiðir, að á
snjóléttum haustum (október-nóvember) leggur sauðfé gjarna
af ef það gengur á þessu landi án annarar fóðrunar.
Þessu fylgir nokkur óvissa um hver sé fóðurþörf ánna fyrir
og um fengitíma, með tilliti til frjósemi þeirra á komandi vori.
Ljóst var að létting ánna í byrjun vetrar var mjög óheppileg
og hafði í för með sér aukinn fóðurkostnað.
Það sem gert var.
Sumarið 1975 var hafist handa við að girða af nærri 300 ha
heimalands hér neðan fjalls. Landið er hólótt og standa
gróðursnauðir melar upp úr, en lægðirnar eru vaxnar skógi og
öðrum trjákenndum gróðri. Melarnir eru um 1/6 hluti þess
svæðis sem girt var. Þeir eru ekki stórgrýttir, en þó standa upp
úr stöku hnullungar. Melarnir eru yfirleitt snjólausir um vet-
ur, og frjósa því mikið. Vafalítið eru þeir að einhverju leyti
orðnir til vegna krafstursbeitar fyrri alda.
Sumarið 1976 var lokið við girðinguna og það vor var sáð
túnvingli í 10 ha af melum. Blandað var saman áburði og fræi
og dreift með þyrildreifara fasttengdum dráttarvél. Fræ og
43