Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 44
Gróðurfar melanna var metið haustið 1984.
Melur áborinn fyrst 1976 var 90% gróinn. Helstu plöntur
reyndust:
Túnvingull, sauðvingull, blásveifgras, fjallasveifgras, ló-
gresi, lingresi, holtasóley, krækiberjalyng, blóðberg, hvít-
maðra, birkiplöntur, loðvíðir.
Óáborinn melur var 5% gróinn og helstu plöntur:
Holtasóley, blóðberg, sauðvingull, túnvingull, holurt,
lambagras, gulvíðir.
Þessi girðing og ræktun melanna hefur að mínu mati
breytt til hins betra, aðstöðu til sauðfjárbúskapar á þessari
jörð. Mest kom mér á óvart hve vorbeit er góð þar, en upp-
græðsla þeirra var í upphafi hugsuð til að bæta haustbeit.
ÞARFTU AÐ KALKA TÚNIN?
Kalk (skeljasandur) fæst í lausu hjá Sementsverksmiðjunni á Akra-
nesi. Þar kostar tonnið kr. 248 en flutningskostnaðurinn er miklu
meiri. Ræktunarfélagið hefur leitað til flutningafyrirtækis sem er
tilbúið að flytja kalk til bænda. Bílarnir munu sturta sandinum
heima á bæjunum.
Áætlað verð er miðað við eftirtalda þéttbýlisstaði, en ef vega-
lengdin frá Akranesi er lengri eða skemmri bætast við eða dragast frá
kr. 75,28/km.
Á þéttbýlisstöðunum mun tonnið kosta þetta:
Hvammstangi............................... 1265 kr.
Blönduós.................................. 1566 kr.
Sauðárkrókur.............................. 2043 kr.
Akureyri.................................. 2482 kr.
Húsavík................................... 3091 kr.
Raufarhöfn................................ 4063 kr.
Þess má geta að við óbreyttar aðstæður fá bændur helming þessa
kostnaðar endurgreiddan sem jarðræktarstyrk.
Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þessa flutninga geta leitað til
Bjarna Guðleifssonar hjá Ræktunarfélagi Norðurlands, sími 24733.
46