Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 56
HELGI HALLGRÍMSSON:
FÁEINAR „EFTIRLEGUKÝR“
(Viðbœtur við „Sœneytin “)
Síðan grein mín um sæneytin birtist í síðasta árgangi Ársrits-
ins (80. árg. 1983, bls. 80-116), hafa nokkrar „eftirlegukýr“
gengið á fjörur mínar, sem hér verður komið á framfæri.
Jafnframt vil ég ítreka þá ósk til lesenda þessara greina, sem
þekkja fleiri sæneytasögur en hér hefur verið greint frá, að láta
mig vita af því bréflega eða munnlega.
I. Sækýrin í Króki á Skaga.
Ólafur Daviðsson segir í ritgerð sinni um íslenzkar kynjaverur
í sjó og vötnum I., bls. 164 (Tímarit Bókmenntafél., 21. árg.):
„Seinasta saga um sækýr, sem ég þekki, á að hafa gerzt á Skagaströnd,
um seinustu áldamót (þ.e. 1800), en hún er ekkert einkennileg, svo ekki
þykir vert að taka hana hér upp.“
Tilvísun fylgir í handrit Jóns Bjarnasonar í Þórormstungu,
í handritasafni Bókmenntafélagsins í Kaupmannahöfn, 61,
8vo (á að vera 51,8vo). Sagan virðist aldrei hafa verið birt, og
hér er hún tekin eftir umræddu handriti, sem nú er í Hand-
ritadeild Landsbókasafnsins. (Hún er þar hluti af ritgerð, sem
heitir: „Um uppruna sæfólks“).
„Um sækú. Þórunn nokkur Aradóttir, hefur sagt svo frá; þá hún var
unglingsstúlka hjá foreldrum sínum á Hjallalandi í Vatnsdal, að bóndi sá,
er þá bjó á Króki, undir svokallaðri Brekku, út á Skagaströnd, að eitt sumar
58