Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 58
3. Sœkýrnar og sœkonan í Höfða (Eyjafirði).
Ýmislegt hefur nýlega komið fram í dagsljósið, varðandi
Þórdísi sækonu í Höfða í Höfðahverfi, sem varpar nýju ljósi á
þessa merkilegu sögu.
f handritinu fBR 65, 4to í Landsbókasafninu, er ritgerð
sem nefnist „Ágrip af náttúrusögunni“, og virðist vera ritað af
Eyfirðingi á 17. öld. Þar er að líkindum elzta uppskrift af
sækonusögunni, og koma þar fram meginatriði hennar. Þess
er þó ekki getið, að hún hafi unnið neinar hannyrðir og ekkert
er eftir henni haft.
Sagt er að atburðurinn hafi átt sér stað í tíð Halls prests
Ólafssonar, en hann er talinn vera prestur í Höfða 1603-1654.
Átti séra Hallur að hafa sagt þetta Snjólfi nokkrum, vinnu-
manni sínum, en hann aftur þeim sem frásögnina ritar.
Af þessu sést að sækonusagan hefur a.m.k. verið þekkt um
miðja 17. öldina, og þó að líkindum löngu fyrr.
I fyrrnefndu handriti Jóns Bjarnasonar (fB, 51, 8vo), segir
að sækona er nefndist Þórdís hafi dregist á Siglunesi, líklega á
Þórdísarmiði, en „ei var eðli hennar að geta lengi á landi
verið“, segir Jón.
Nýlega hafa verið gefnar út „Frásögur um fornaldarleifar
1817-1823“, í tveim bindum (Rvík 1984). Þar er að finna
athyglisverða skýrslu eftir séra Jónas Jónsson í Höfða, er
fjallar nær eingöngu um þennan atburð, og gripina sem
honum tengdust, er voru í eigu kirkjunnar.
Lýsir prestur gripunum nákvæmlega. Hringurinn er þá í
kirkjuhurðinni, „stór koparhringur, 21 þumlungur d.m., allt
um kring, enn 4 þuml. á þykkt eður gildleika, 6 pund(?) að
vigt. Úr honum gengur gegnum hurðina, hald meða auga,
ogso af kopar, í hverju hringurinn leikur; á haldinu er mynd
af kýrhaus, bæði að ofan og neðan.“
Prestur segir hringinn hafa fundist ,,í fyrnd“ niður við sjó, á
svonefndum Krosshól, en getur þess þó, að „fjörgamall karl
sem hér lifir í sóknum“, segist hafa heyrt að hringurinn hefði
átt að koma upp á önglinum, sem sækonunni var sökkt niður
á.
Það mun því vera rétt, sem segir í þjóðsögunum, að hurð-
60