Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 61

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 61
„Nykrar eru sem kunnugt er, gráir að lit, og mjög likir hestum, en lifa í vatni. Einnig eru til nautgripir sama eðlis. En þessi vatnadýr eru þó auðþekkt frá hinum venjulegu húsdýrum, því eyru þeirra, hófar og klaufir snúa aftur. Ekki mega þau heyra nafn sitt nefnt, þá stökkva þau út i það vatn, sem þau halda sig í. Svo er sagt, að á bæ einum ónafngreindum, hafi ókunnug kýr, grá að lit, komið eitt kvöld með heimakúnum. Var hún mjólkuð og gekk það nokkrum sinnum. Eitt sinn kom gestur að þessum bæ, í þann mund, sem verið var að mjólka ókunnu kúna, og sagði við stúlkuna: „Þú ert þá að mjólka fjandans nykur.“ Við það stökk kýrin úr haftinu, og sást aldrei framar. Gesturinn hafði séð að eyru og klaufir sneru aftur, en stúlkan hafði ekki tekið eftir því.“ 6. Sœkýrnar á Stafnesi (Gullbringusýslu). Eftirfarandi saga birtist í Þjóðsagnakveri Magnúsar Bjarna- sonar á Hnappavöllum. Rvík 1950, bls. 66-67. „Björn hét maður. Hann bjó á Stafnesi eða Hvalnesi, fyrir sunnan, og var á dögum á miðri 18. öld. Það bar til eitt sinn, er hann kom út úr húsi sínu, að hann sá hvar kýr nokkrar voru skammt frá bænum, sem hann þekkti ekki, og vissi hann að þær áttu ekki heima á bæjunum i kring. Litlu siðar sá hann hvar stúlka kom upp úr sjónum, og fór upp fyrir kýrnar, og rak þær ofan í sjóinn. Sýndist honum hún bera sig til, eins og hún væri að vaða vatn, þegar hún kom upp á þurrt land, því hún hélt vel upp um sig fötunum, þegar hún færðist upp á þurrt, og betur og betur, eftir því sem hún fór lengra frá sjónum, og lét þau síga niður eftir því sem hún kom nær sjónum, og sleppti þeim alveg, er hún kom í sjávarmál, og hvarf svo í sjóinn með kýrnar. Stúlka þessi var í bláu fati með rauðum upphlut. Bóndinn sem sá þetta var talinn sannorður og áreiðanlegur maður.“ Saga þessi minnir mikið á söguna „Sœkýr í Breiðuvík“ (Borgarfirði eystra), í Þjóðsögum Jóna Árnasonar I, 129 (sjá grein mína bls. 88), en aðeins í þessum tveimur sögum, er getið um kúasmala, sem gengur úr sjó með sækúnum. Hvergi hef ég annarsstaðar heyrt þess getið, að sæbúar sýnist vaða vatn uppi á landi, en e.t.v. er það rökrétt ályktun af því, að heimkynni sæfólksins er í sjónum. Annars minnir sagan fullt eins mikið á huldukúasagnir, og ætti e.t.v. fremur að flokkast með þeim, t.d. eru rautt og grænt einkennislitir huldufólksins. Að lokum má geta þess, að Saxi hinn fróði.segir sœkú hafa 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.