Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 64
Með þessu má segja að formála sé lokið að einu dæmi um
hina hróplegu öfugþróun byggðamálanna. Lýsa má afleið-
ingum hins miðstýrða segulkerfis í skógræktarmálum um
þessar mundir með nokkrum tölulegum staðreyndum úr at-
hugun sem Árni Steinar Jóhannsson garðyrkjustjóri á Akur-
eyri hefur gert.
1 töflunni hér á eftir gefur að líta skiptingu mannafla,
útgjalda og tekna svo og stofnkostnað Skógræktarstöðva
ríkisins 1984:
Staður (nokkurn veginn Fjöldi Stofn-
í vaxandi fjarlægð fastráðinna Otgjöld Tekjur kostnaður
frá Reykjavík) starfsmanna % % (þús. kr.)
Reykjavík............ 3.5 12.6 4.2 200
Mógilsá, Kjósars..... 3.0 10.0 3.3
Gullbringu-og Kjósars. .. 1.0 3.5 1.6
Grundarhóll, Kjósars... 1.0 6.5 0.0
Selfoss, Ámess....... 2.0 10.8 10.5 540
Skorradalur, Borgarf... 1.0 5.5 10.6 100
Haukadalur, Árness..... 0.5 4.1 4.1 —
Tumastaðir, Rangárv. ... 1.0 14.8 15.5 1.000
Norðtunga, Mýras....... 2.0 7.7 2.4
Samtals Suður- og
Vesturland.............. 15.0 75.5 52.2 1.840
Laugabrekka, Skagaf..... 0.0 0.8 3.3
Vaglir, Fnjóskadal...... 1.0 8.7 20.6 490
Hallormsstaður.............. 2.0 15.0 23.9 100
Samtals Norður- og
Austurland.............. 3.0 24.5 47.8 590
Við samanburð á töfluhlutunum tveimur kemur í ljós að á
Suður- og Vesturlandi eru 5 sinnum fleiri fastráðnir starfs-
menn og stofnkostnaður er þar um 3 sinnum hærri en á
Norður- og Austurlandi. Um 75% af útgjöldum Skógræktar-
innar fara á Suður- og Vesturland enda þótt Norður- og
Austurland leggi til nærri jafn mikið af tekjum stofnunar-
innar. Það er athyglisvert að í stórum dráttum virðist hér
66