Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 66
Sláttutæki Tilramastödvarinnar á Möðruvöllum á bökkum Hörgár. Möðruvallastaður í
baksýn. (Ljósm. B.E.G.).
Eftir því sem árin líða kemur æ betur í ljós hve mikið
óheillaspor var stigið með lagasetningu um rannsóknir í þágu
atvinnuveganna nr. 64 frá 1965, og alveg sérstaklega í land-
búnaði, þar sem öll framlög til tilrauna voru sett undir sama
hatt með höfuðstöðvar í Reykjavík og tilheyrandi skömmt-
unarfyrirkomulagi. Þar með voru tilraunastöðvarnar á
landsbyggðinni svo gott sem dauðadæmdar, eins og kemur í
ljós þegar meðfylgjandi mynd um þróun og skiptingu fjár-
magns milli Keldnaholts og tilraunastöðvanna eru skoðuð.
Allar upphæðir eru reiknaðar á vísitölu vöru og þjónustu og
miðast við verðlag 1984. Tölur eru samkvæmt reikningsyfir-
liti í Ársskýrslum RALA (1974-81) eða einvörðungu úr bók-
haldi hjá Skrifstofu rannsóknastofnana atvinnuveganna
(1982-83).
Sértekjur RALA eru af ýmsum toga fyrir utan fóðureftir-
litsgjald, sem er 0.25% af innfluttu kjarnfóðri, cif, en þar má
nefna styrki frá Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni, FAO,
Kelloggstofnuninni, Vísindasjóði, Rannsóknarsjóði IBM,
Byggðasjóði, Framleiðnisjóði, Stéttarsambandi bænda og
Framleiðsluráði, Norræna Genbankanum, Áburðarverk-
68