Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 75
Vaxandi P- og K-áburður hefur engin áhrif á prótein-
magnið, eykur hlutdeild áborinna efna, en minnkar hlut-
deild Ca, Mg og Na. Vaxandi N-, P- og K-áburður leiðir til
vaxandi hlutdeildar próteins og allra mældra steinefna að
Na-magni undanskildu.
Fjölrit BRT Nr. 4, 1976
BJARNI E. GUÐLEIFSSON
OG
MATTHfAS EGGERTSSON:
ÁBURÐARTILRAUNIR A HAFRA OG BYGG
TIL GRÆNFÓÐURS
Gerð er grein fyrir helstu niðurstöðum úr 27 tilraunum með
áburð á hafra og 12 tilraunum með áburð á bygg til græn-
fóðurs. Tilraunirnar voru gerðar á ýmsum stöðum á landinu á
árunum 1954-1975. Niðurstöður eru fremur óljósar, m.a.
vegna munar á jarðvegi og vegna þess að grænfóðrið hefur
verið slegið eftir mislangan sprettutíma, en það hefur veruleg
áhrif á áburðarsvörunina.
I aðalatriðum eru þó niðurstöður þessar:
1. Hafrar hafa náð hámarksuppskeru við 180-200 kg N/ha og
bygg við 130-150 kg N/ha.
2. f samanburði við tún þurfa bæði hafrar og bygg mikinn P-
og K-áburð með N-áburðinum.
3. Hlutdeild allra mældra efna í uppskeru nema Na er hærra
í byggi en höfrum. Aukinn N-, P- og K-áburður eykur
hlutdeild próteins, P og K í uppskerunni, en Ca, Mg og Na
breytast óverulega.
77