Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 76
Fjölrit BRT Nr. 5, 1976
SIGTRYGGUR JÓN BJÖRNSSON:
MJÓLKUR- OG MJALTAVÉLAEFTIRLIT
í SKAGAFIRÐI ÁRIN 1975 OG 1976
I skýrslu þessari er gerð grein fyrir ástandi og umhirðu
mjaltavéla í Skagafirði svo og kælingu mjólkurinnar árin
1975 og 1976. Skoðaðar voru 160 mjaltavélar, sem í notkun
voru.
Helstu niðurstöður voru:
1. Af 160 sogdælum reyndust 45 (28.1%) í ólagi og 74 (46.3%)
of litlar miðað við vélfötu- og tækjafjölda.
2. 1 39.4% mjaltavélanna voru sogskiptar í ólagi.
3. Spenagúmmí voru ónýt í 40 vélum eða 25% þeirra.
4. Óhreinindi og/eða mjólkursteinn fundust í tengikrossum
45.6% vélanna.
5. Soglagnir í 79.4% mjaltavélanna voru óhreinar.
6. Undirþrýstingur var of lágur í 40% mjaltavélanna, of hár í
3.1% tilvika og réttur í 56.9% vélanna.
7. Kæling reyndist ófullnægjandi (þ.e. hitastig kælivatns var
meira en 8°C) í 35.6% kælanna. 58.1% kælanna höfðu
viðunandi kælingu (hitastig +5°C til og með 8°C) og góð
kæling var í 6.3% kælanna (hitastig +4°C og lægra).
Frá þeim býlum, þar sem vélar reyndust vanþrifnar fóru
90.8% mjólkur í 1. flokk, en 95.8% frá þeim býlum, sem
höfðu hreinar mjaltavélar við skoðun. Frá þeim búum, sem
höfðu góða kælingu fóru 94.2% mjólkurinnar í 1. flokk.
Þau bú, sem höfðu viðunandi kælingu fengu 94.0% af
mjólk sinni í 1. flokk. En frá þeim búum, sem reyndust með
ófullnægjandi kælingu fóru 93.2% mjólkurinnar í 1. flokk.
78