Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 77
Fjölrit BRT Nr. 6, 1977
JÓHANNES SIGVALDASON:
GRÖS í TÚNUM Á NORÐURLANDI
Á árunum 1970-1973 var gerð athugun á því hvaða grös vaxa
á túnum á Norðurlandi. Athuguð voru tún á 22 bæjum, dreift
um fjórðunginn. Samtals komu til uppgjörs 130 túnspildur.
Heysýni af túnspildunum voru sundurgreind inni á rann-
sóknarstofu og hlutdeild grasa metin. Engin túnspilda var
tekin til uppgjörs ef ekki hafði borist sýni af henni í minnst tvö
ár.
Algengustu grös í túnum voru vallarsveifgras, vallarfoxgras
og snarrót, hver grastegund með 22-25% af hlutdeildinni.
Ekki standa þó þessar grastegundir jafnfætis. Vallarfoxgras er
sáið gras og vex fyrst og fremst í nýræktuðum túnum, gras á
hverfanda hveli. Hin tvö, aftur á móti íslenskir harðjaxlar og
stöðug í túnum. Snarrót vex mest og best á þurrlendi og í
góðsveitum, en língresi hins vegar er meira ráðandi í útsveit-
um. Túnvingull finnst mjög víða en er hvergi ríkjandi. Há-
liðagras er ekki verulegt neins staðar.
Meltanleiki sýna sýndi að þar sem ein grastegund var ríkj-
andi og slætti hagað eins og hjá bændum yfirleitt á Norður-
landi, er meltanleiki snarrótar orðinn allbágur. Hins vegar er
meltanleiki vallarsveifgrass nokkuð hár, en þó enn hærri hjá
vallarfoxgrasi, sem að þessu leyti ber af öðru grasi.
Fjölrit BRT Nr. 7, 1977
BJARNI E. GUÐLEIFSSON
OG
MATTHlAS EGGERTSSON:
TILRAUNIR MEÐ ÁBURÐ A FÓÐURKAL
Gerð er grein fyrir niðurstöðum 29 áburðartilrauna á fóður-
kál, í flestum tilfellum vetrarrepju. Tilraunirnar eru gerðar á
79