Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 78
árunum 1958-1976 í öllum landshlutum. Niðurstöður eru
breytilegar, en hæfilegur áburðarskammtur virðist oftast vera
um 130-180 kg N, 70 kg P og 110 kg K á hektara. N-, P- og
K-áburður eykur yfirleitt mæld efni í uppskerunni (prótein,
P, Ca, Mg, K og Na), en K-áburður dregur þó úr hlutdeild
próteins í uppskerunni.
Fjölrit BRT Nr. 8, 1978
BRAGI L. ÓLAFSSON:
SAMANBURÐUR Á GRASKÖGGLUM OG
KJARNFÓÐRI HANDA MJÓLKURKUM
Á árunum 1970-72 voru gerðar þær þrjár tilraunir með
mjólkurkýr, sem hér um ræðir í fjósinu á Galtalæk, sem þá var
í eign Tilraunastöðvarinnar á Akureyri.
í þessum tilraunum voru kýrnar fóðraðar til viðbótar all-
góðu heyi (1.73-1.84 kg 85% þ.e) að vild, annars vegar á
kjarnfóðri og hina vegar á graskögglum. f tilraun 3 var þó
blandað 29.5% af kornfóðri (maís og bygg) og 3.5% steinefnum
í graskögglana.
f tilraun 1 byrjaði tilraunaskeiðið 56 dögum eftir burð, en
strax við burð í hinum tveim. Fara hér á eftir nokkur þau
atriði sem tilraunir þessar leiddu í ljós:
Graskögglar koma í stað kjarnfóðurs í hlutfallinu 1.35:1
miðað við þurrefni.
Við hámarksát á heyi nægja graskögglar til framleiðslu á
18-19 kg af 4% mælimjólk án þess að kýr léttist.
Við hámarksátgetu á þurrefni éta íslenskar kýr á bilinu frá
14,3-15,4 kg (3,3-3,6 kg á hver 100 kg líkamsþunga) þegar um
hey og kjarnfóður er að ræða, en á bilinu 14,3-15,0 (3,3-3,5 kg
á hver 100 kg líkamsþunga) þegar hey og graskögglar eiga í
hlut.
Graskögglar virðast falla að samhengi kjarnfóðurs við hey-
át, en eftirfarandi líking gefur daglegt þurrefnisát á heyi (y)
80