Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Síða 82
ljós að mysuþykknið er mjög lystugc i .óur og ætti því að
auðvelda það að fóðra gripina eftir þörfum þegar fóðurþörfin
er í hámarki eftir burð.
Ekki er ástæða að ætla annað en að fóðurnýtingin í
þykkninu sé svipuð og gerist í venjulegri mysu, ef litið er á
niðurstöður athugunarinnar. Þó er nauðsynlegt að rannsaka
það mál nánar eigi óyggjandi svar að fást.
Mysuþykknið hefur einnig verið gefið hestum og reynst
mjög vel.
Miðað við ostaframleiðslu Mjólkursamlags KEA árin 1980
og 1981, falla árlega til u.þ.b. 12.000.000 lítrar af mysu. Ef
þessi mysa væri notuð til þykknisframleiðslu og sem fóður,
gæfi hún um 3.000.000 lítra af þykkni (um 18% þurrefni), eða
um 500.000 fóðureiningar. Kostnaður við framleiðslu þessa
þykknis er um 840.000,00 kr.
Áætlaður fjárfestingakostnaður við kaup á síunartækjum
er hæfa myndu Mjólkursamlagi KEA, er u.þ.b. 2 milljónir kr.
Miðað við að tækin verði afskrifuð á 15 árum og kaupin
fjármögnuð með láni á 12% vöxtum, þurfa tækin að skila
293.000,00 kr. á ári til að standa undir fjárfestingu.
Til að standa undir framleiðslukostnaði og kostnaði við
tækjakaupin yrði dæmið þannig (árlegur kostnaður miðað við
áramót 1981-82):
Kostn. v/fjárfestingarinnar............. 293.000,00
Framl.kostn. 500.000 fóðurein........... 840.000,00
Samtals kr. 1.133.000,00
Kostn. pr. fóðureiningu við Mjólkursamlag 2,26 kr.
Ef ekki fæst nægur markaður fyrir þykknið, verður verð á
hverja fóðureiningu að sjálfsögðu hærra.
Miðað við kjarnfóðurverð um áramót 1981-82 (meðalverð
4,00 kr./kg), verður mismunur kr. 1,77 pr. fóðureiningu, sem
notast til að greiða flutningskostnað/geymslukostnað fyrir
84