Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 85
STARFSSKÝRSLUR 1983-1984
til aðalfundar Rœktunarfélags Norðurlands að Lundi í Öxarfirði
24. ágúst 1984.
I. SKÝRSLA ÞÓRARINS LÁRUSSONAR
Heyefnagreiningar.
Að meðaltali reyndist fóðurgildi heyja 1983 heldur lakara en
árið áður, eða 2.03 kg/FE nú, eins og sjá má á meðfylgjandi
töflu en 1.94 árið 1982.
Að Eyjafirði undanskildum reyndist fóðurgildi lakara og
versnaði einna mest í Skagafirði, var 2.07 í fyrra en 2.21 nú.
Hlutur votheyssýna sem berast til efnagreininga á stofuna fer
vaxandi og er nú um 11.3% af öllum sýnum (8.2% 1982), 1586
að tölu á móti 1500 frá 1982. Sérstaklega fjölgaði sýnum úr
Vestur-Húnavatnssýslu, en þar er hlutur votheyssýna einnig
mestur eða um 30.8%, rúm 18% í Skagafirði og Norður-Þing-
eyjarsýslu, um 6% í Austur-Húnavatnssýslu, Suður-Þingeyj-
arsýslu og af Austfjörðum, en 4.3% úr Eyjafirði.
Almennt reyndist fóðurgildi votheysins meira, einkum þó á
vesturkjálkanum, t.d. reyndist fóðurgildi votheysins 14.2%
meira en í þurrheyi í Vestur-Húnavatnssýslu. Sýrustig vot-
heys (pH) var 4.50 og þurrefnisprósenta 23.3.
87