Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 88
Af heykögglunarmálum.
Þar eð undirritaður hefur varið allnokkrum tíma í að vinna að
þróun heykögglunar, þykir rétt að greina frá nokkrum atrið-
um þar að lútandi.
Þegar hefur verið minnst á könnun á reynslu bænda af
þessari starfsemi. Óhætt er að fullyrða að bændur séu al-
mennt mjög jákvæðir varðandi þessa starfsemi, sem enn hefur
ýtt undir frekari framgöngu í málinu. Má nefna að fyrir liggur
í landbúnaðarráðuneytinu skýrsla um þessa starfsemi og
beiðni um skilning og aðstoð við að auðvelda frekari þróun á
þessu sviði. Er hún í athugun þar, samhliða heildarendur-
skoðun á möguleikum innlendrar fóðurframleiðslu.
Eftir nokkur rýr heyskaparár hefur nú runnið upp gott
heyskaparsumar og er nú í alvöru að renna upp ljós fyrir
mörgum bændum hvílíkt þarfaþing vélar af þessu tagi geta
verið.
Fundir og ferðalög.
Hinn 28. nóvember 1983 mætti ég, ásamt Brynjólfi mjólkur-
samlagsstjóra á Hvammstanga og Aðalbirni ráðunaut, á
tveim bændafundum í Vestur-Húnavatnsýslu og flutti erindi
um fóðurfræðileg efni. Erindi um svipað efni var einnig á
dagskrá 5. desember í Fljótum.
Við Bjarni Guðleifsson höfum mætt að venju á aðalfund-
um búnaðarsambandanna. Þetta árið hefur hann næstum
alfarið haft þetta embætti á sinni könnu, þó tókst mér að
mæta á aðalfundi BSE í mars 1984 og nú síðast hjá BSAH 21.
ágúst.
Hinn 24. apríl fór ég utan á fund um sauðfjárrækt í Tune í
Danmörku á vegum NJF og flutti þar erindi um hagfræðileg
atriði varðandi burðartíma sauðfjár.
Samkvæmt tilmælum á síðasta aðalfundi Ræktunarfé-
lagsins var haldinn aukafundur á vegum félagsins sl. vor,
nánar tiltekið 18. júní. Voru þar einkum þrjú mál á dagskrá.
Bjarni Guðleifsson ræddi heimaöflunarstarfsemi félagsins,
undirritaður fjallaði um frekari tengsl og samskipti við nær-
liggjandi búnaðarsambönd og Ævarr Hjartarson reifaði
90