Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Síða 90
verkum verður eigi gerð skil hér, en sumt af þessu snatti lætur
lítið eftir sig nema fyrirhöfnina eins og gengur.
Starfsfólk.
Sem fyrr höfum við Bjarni unnið fulla vinnu hjá félaginu, en
Bjarni ekki fengið nema % launa fyrir, samkvæmt samningi,
en fjórðunginn sem á vantar fær hann hjá Tilraunastöðinni á
Möðruvöllum. Matthildur Egilsdóttir var í 3/\ starfi frá 1.
september 1983 til áramóta en í V2 starfi til 1. júní. Hún mun
hefja störf aftur hjá félaginu strax eftir aðalfund. Gunnfríður
Hreiðarsdóttir var í fullu starfi 1/9-31/12 1983 en í hálfu
starfi síðan. Anna Björnsdóttir var í V2 dags starfi frá
1/9-31/12 1983. Þá hefur Guðmundur Þorgilsson verið
nokkra daga í borð- og hillusmíði á stofunni og Vignir
Sveinsson hefur aðstoðað við bókhald. Öllu þessu fólki ásamt
öðru samstarfsfólki og bændum á félagssvæðinu og stjórn
félagsins vil ég færa bestu þökk fyrir störf og samskipti í
hvívetna.
Að lokum.
Rétt er að nefna í lokin, að undirritaður hefur sótt um til-
raunastjórastarf að Skriðuklaustri, en þó með ákveðnum fyr-
irvörum. Byggast þessir fyrirvarar helst á breyttu rekstrarfyr-
irkomulagi á stöðinni, þar sem BSA stendur ábyrgt fyrir bú-
rekstri, en RALA fyrir tilraunastarfseminni. Er þetta mjög í
þeim anda, sem upp er tekinn á Tilraunastöðinni á Möðru-
völlum i Hörgárdal. Þar sem þessi mál hafa enn ekki verið
rædd milli aðila, er lítið um málið að segja á þessari stundu og
því erfitt að tjá sig um það, hvort eða hvenær starfi verður sagt
upp hjá Ræktunarfélaginu. Ástæða þessa verður síst rakin til
vanlíðunar hjá Ræktunarfélaginu. Hins vegar má ég vart til
þess hugsa að tilraunastarf níðist niður eða leggist af á
Skriðuklaustri.
Svo sannarlega er kominn tími til að bændastéttin geri
stórátak í málefnum sínum á öllum sviðum á þessum um-
brotatímum og marki sér stefnu í því ljósi. Á þetta ekki síst við
92