Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Page 93
óaðgengilegra og óbreytanlegra, enda þótt það yfirleitt verði
auðleystara við lágt sýrustig. Þá komu einnig fram eitrunar-
áhrif af A1 er sýrustig fór undir 5.0. Unnið er að uppgjöri á
þessum niðurstöðum, og lagðar hafa verið út tilraunir á þrem
stöðum á Norðausturlandi til að kanna áhrif sýrustigs á jarð-
veg og grös, einkum áhrifin á endingu grasanna.
Ég fór nokkuð um í vor og skoðaði kalskemmdir í túnum, en
vetur og vor reyndust gróðri einkar hagstæð í ár. Þó voru
kalskemmdir nokkrar á fremstu bæjum í Þistilfirði, bæði í
Sauðanes- og Svalbarðshreppi, í Fjallahreppi, í Mývatnssveit
og í minna mæli á nokkrum öðrum stöðum. Spretta varð
mikil og vóg að nokkru upp þessar skemmdir, nema þar sem
mest var kalið. Beringspuntur hefur staðið sig mjög misjafn-
lega, sums staðar virðist hann vel þolinn, en þess eru dæmi að
hann hafi farið mjög illa, og er það í samræmi við niðurstöður
úr tilraunum norðanlands.
Nú er endanlega verið að ganga frá aðstöðu á Möðruvöll-
um til þolprófunar grasa og væntanlega verður hægt að hefj-
ast þar handa í haust. Bind ég vonir við að þar verði bæði
hægt að bera saman þol tegunda og stofna grasa, svo og þol
grasa úr mismunandi jarðvegi eða eftir mismunandi meðferð
svo sem áburð eða slátt.
f sumar reyndi ég enn að átta mig á því tjóni sem maurar
valda í túnum og gerði tilraun til að úða gegn þeim, en án
árangurs.
Fundir og ferðalög.
Haustið 1983 fór ég á fund RALA um skipulag tilrauna og
einnig á Ráðunautafund Bf og RALA í febrúar. Þá fór ég á
þessu ári á aðalfundi BSE, BSSÞ og BSVH. Þá flutti ég í júní
erindi um heimaöflun á fundi Ræktunarfélagsins með ráðu-
nautum og búnaðarsambandsformönnum og á aðalfund
Sambands norðlenskra kvenna. í apríl fór ég til Noregs á fund
sem NJF og NORDGRAS héldu sameiginlega um kalrann-
sóknir. Er í bígerð að þeir aðilar sem vinna að þolprófunum
grasa á Norðurlöndunum geri sömu tilraunir, hver á sinni
rannsóknarstofu, til að bera saman aðferðirnar.
95