Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1984, Side 99
AÐALFUNDUR 1984
Aðalfundur Ræktunarfélag Norðurlands var haldinn að Lundi, Öxarfirði
24. ágúst 1984. Þetta gerðist:
1. Egill Bjarnason formaður félagsins setti fundinn og bauð fundarmenn
velkomna.
2. Fundarstjórar voru skipaðir Egill Bjarnason og Helgi Jónasson, en
fundarritarar Jóhannes Torfason og Guðmundur Steindórsson.
3. f kjörbréfanefnd voru kosnir Gunnar Oddsson, Jóhann Helgason og
Gísli Pálsson. Var gert fundarhlé um stund meðan nefndin yfirfór
kjörbréf, en síðan gerði Gunnar grein fyrir störfum hennar og lagði til
að eftirtaldir fulltrúar yrðu samþykktir:
Búnaðarsamband N.-Þingeyinga:
Jóhann Helgason, búnaðarþingsfulltrúi,
Sigurður Árnason, fulltrúi.
Búnaðarsamband S.-Þingeyinga:
Ari Teitsson, fulltrúi.
Búnaðarsamband Eyjafjarðar:
Sveinn Jónsson, búnaðarþingsfulltrúi,
Þóranna Björgvinsdóttir, búnaðarþingsfulltrúi,
Oddur Gunnarsson, fulltrúi.
Búnaðarsamband Skagfirðinga:
Egill Bjarnason, búnaðarþingsfulltrúi,
Gunnar Oddsson, búnaðarþingsfulltrúi,
Sigurjón Tobíasson, fulltrúi.
Búnaðarsamband A.-Húnvetninga:
Gísli Pálsson, búnaðarþingsfulltrúi,
Björn Magnússon, fulltrúi.