Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Qupperneq 18

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1919, Qupperneq 18
20 Athugasemdir. Framanskráður kostnaðarreikningur K. t*. er allmikið saman dreginn og bygður á fjölda aukareikninga og fylgiskjaia. Hann verður því ekki, svona út af fyrir sig, full-skiljanlegur ókunn- ugum. Til nokkurra skýringa má taka þetta fram: 1. tekjuliður b. eru uppbætur frá viðskiftamönnum og á- byrgarfélögum fyrir vörur, sem vöntuðu, skemdust eða glöt- uðust, áður en þær komust til félagsins, á árinu 1917. 2. tekjuliður b. eru vextir af upphæð í stofnsjóði Söludeild- ar, sem K. Þ. er eigandi að, eftir dáinn mann, og tekin var í skuld. 5. tekjuliður eru uppbætur á árinu 1918, samskonar og þær, sem taldar eru í 1. tekjulið b. á árinu 1917. 1. gjaldaliður eru ýmislegar, ætíð óhjákvæmilegar leiðrétt- ingar á f. á. reikningum, ýmist gleymd smáútgjöld eða of seint fram komin, smá reikningavillur eða útborganir, eftir á- lyktunum félagsstjórnar og fulltrúaráðs, eða bendingum end- urskoðenda. I'að er eftirtektavert, hve þessi upphæð er lítil á svo stórum og margbrotnum reikningum. 13. gjaldliður er ýmislegar bakslettur, sem fram komu á vörureikninga til K. F\, svo sem aukafragtir, ábyrgðargjöld, upp og framskipanir, pakkhúsleigur o. s. frv., en reikningsskil komu svo seint fyrir, að það varð ekki tekið inn á verðreikn- inga K. I5. og félagsstjórn var ókunnugt um, þá er verðreikn- ingurinn var fuligerður. Þessar upphæðir varð því að greiða úr kostnaðarsjóði, í stað þess að leggja þær á verð þeirra vara, sem ollu kostnaðinum. Að öðru leyti munu kaupfélagsmenn geta áttað sig á upp- hæðum reikningsins. B.J.

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.