Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Qupperneq 5

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Qupperneq 5
7 mál, og undirbúa tillögur um það fyrir næsta fund fé- lagsins. 8. Flutti framkvæmdastjóri skýrslu sína um rekstur fé- lagsins á næstl. ári. Gerði hann grein fyrir, hvernig kaup- uin hefði verið hagað á útlendum vörum, og reynt á all- an hátt að draga kaup á þeim, í von um verðfall, sem drógst miklu lengur, og varð minna en vænst hafði verið. Sömuleiðis skýrði hann frá, hvernig sala gjaldeyrisvaranna hefði gengið, að því leyti sem þeirri sölu er enn lokið. Pá skýrði hann frá, hvar komið væri framkvæmdum þeirra mála, sem síðasti aðalfundur K. Þ. hafði falið fé- lagsstjórn til meðferðar og framkvæmda, svo sem stéttar- byggingu í Húsavík, tóvinnu á Halldórsstöðum, kaup á prjónavélum, útvegur sambanda við klæðaverksmiðjur, byggingu ostageymsluskála, gistinga í Húsavík og fl. — Að lokinni skýrslunni voru gerðar nokkrar fyrirspurnir, sem framkvæmdastjóri svaraði. 9. Lagði framkvæmdastjóri fram og las upp áætlun um hag deildanna og félagsins í heild um áramótin. Sýndu þessar áætlanir, að reikningshagur félagsins út á við myndi vera líkur og í ársbyrjun 1921. Aftur á móti höfðu skuldir deildanna aukist til muna. Pessi aðalútkoma kemur af því, að vöruforði bæði í pöntun og Söludeild er miklu minni nú en á sama tíma fyrra ár, og af mikið minni vörukaupum til Söludeildar en að undanförnu. 10. Flutti sá af gæslustjórum Söludeildar, sem á fundi var, mjög ítarlega og greinilega skýrslu um hag og rekst- ur verslunarinnar á næstliðnu ári. Mæltist sú skýrsla vel fyrir, en olli engum umræðum að sinni. 11. Pá var gengið til kosninga, og kosnir:

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.