Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Síða 17
19
mikilli þverúð, ósanngirni og hlutdrægni oft og einatt er
beitt í þeim málum, frá beggja aðila hálfu, bæði þeirra,
er vinnu sína selja og hinna, er hana kaupa.
Það er hlutverk og siðferðisleg skylda samvinnumanna,
að ganga á undan með gott eftirdæmi í þessum málum
sem 'öðrum, vinna að því, að hvervetna sé gætt réttlætis
ogsanngirnis, svo að enginn gjaldi eða njóti aðstöðu sinnar,
heldur að hver fái réttlát laun í hlutfalli við það, sem
hann innir af höndum, og þá ábyrgð, sem verkunum fylgir.
Það eitt er sannur sparnaður.
* * * * * *
„ * * *
A kostnaðarreikningnum hér að framan er vátrygging
vara og lausafjár taiin aðeins 900 kr. Þetta er ekki rétt,
því sú upphæð er miklu hærri, eða nokkuð á þriðja þús-
und króna. Þessi villa kemur af því, að lausafjárvátrygg-
ingin hafði, af vangá, blandast saman við vátryggingu
fasteignanna, í reikningum félagsins, og á annað þúsund
króna af lausafjárvátryggingargjöldunum lent á fasteigna-
sjóði, sem hann auðvitað þarf að fá endurgoldið aftur frá
kostnaðarsjóði.
Vátryggingargjöld allra samvinnufélaganna, sem eru í
sambandinu, fyrir vörur og lausafé, nema árlega stórfé,
líklega mörgum tugum þúsunda, sem alt fer út úr land-
inu, og kemur ekki teljandi af því til baka sem bætur
fyrir tjón.
það er nú eitt af frernstu grundvallaratriðum samvinnu-
skipulagsins, að þátttakendurnir bera sjálfir alla fjárhagslega
ábyrgð á rekstri þess starfs, sem þeir hafa með höndum,
og fá líka þann hagnað, sem af því leiðir, í samanburði
við að kaupa þá ábyrgð af öðrum, hvort heldur einstök-
um mönnum eða stofnunum, sem taka fyrir það eftir viid
sinni, og allir vita að það er ætíð svo mikið, að ágóði
verður í heildinni, og hann oft stórkostlegur. ,
Hví skyldu nú ekki samvinnufélögin einnig bera þessa
ábyrgð sjálf hvert með öðru og sameiginlega, og njóta
þess hagnaðar, sem af því hlýtur að verða, ef þau greiða
2*