Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Page 25
27
málaglundroði ætti enginn áhrif að hafa haft á efnahags-
ástand K. f*. og félagsmanna yfirleitt, en það verður samt
að endurtakast, að mikið of mikill hluti félagsmanna hafa
ekki tekið nægilegt tillit til ástandsins í heiminum, og hugs-
að sér að lifa áfram eins og ekkert væri um að vera, og
með því stofnað sér og félagi sínu í vanda, að vísu ekki
óleysanlegan vanda, er sé nokkurt örvæntingarefni, en vanda,
sem verður að leysast, og ekki verður leystur nema með
áreynslu og samtökum allra. Pað eru þessi samtök, sem
verður að krefjast af öllum samvinnumönnum; sinni þeir
því ekki, þá eru þeir ekki samvinnumenn. En til þess að
samtökin fáist og nái tilgangi sínum, þeim, að reisa við
fjárþagsástandið, bæði einstaklinganna og félagsheildarinnar,
breyta undanhaldi í framsókn, tapi í gróða, vantrausti og
aðgerðaleysi í vakandi starfsemi, verða menn að skilja á-
standið sem er og orsakir þess, hvað það er, sem við er
að stríða, hvað það er, sem þarf að sigrast á; og þetta
litla rit er til þess samið, að reyna að gera félagsmönn-
um sem ljósastar allar ástæður félagsins og féiagsmanna,
svo þeir skilji um hvað samtökin fyrst og fremst verða
að vera, skilji fyrir eigin rannsókn og. þekkingu á
þeim virkileika, sem réttar hagskýrslur sýna, en þurfa ekki
að byggja skoðanir sínar á neinskonar fortölum eða órök-
studdum. ímyndunum. Þetta er því nauðsynlegra, sem
ruglingurinn er meiri í skoðunum og stefnum, sem uppi
eru og að mönnum er haldið. Og nú eru einmitt tímar,
sem sérstaklega krefjast sjálfstæðrar rannsóknar og skilnings
hver§ manns á viðskiftamálunum. En það er margt, sem
villir þá, sem ekki hafa aflað sér þeirrar þekkingar og
skilnings, sem þarf til þess að hafa rökstudda og sjálfstæða
skoðun, óháða öilum stéttahagsmunum, hleypidómum, venj-
um og viðtektum. Margskonar raddir óma í eyrum almenn-
ings, raddir þeirra manna, sem ýmist vegna ímyndaðrar
visku eða vegna eigin hagsmuna vilja gerast leiðtogar og
lærifeður þjóðarinnar í viðskiftamáltmum. Og nú um
þessar mundir lætur hæst í kaupmannastéttinni, enda hefir