Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Page 29

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Page 29
31 Athugasemdir: Þetta ár (1921) er vafalaust hið lang óhagstæðasta, sem gengið hefir yfir Söludeild K. F*. síðan hún var til, og liggja til þess fleiri orsakir, sem allar eiga rót sína í af- leiðingum heimsstyrjaldarinnar; en tvær orsakirnar eru stærstar og auðsæastar: mikið verðfall á dýrtíðar-vöruforð- anum frá f. á., og afarmikið minkuð vöru-umsetning. Inn- fluttar vörur á árinu voru ekki nema >/e á móts við það, sem veríð hafði árinu áður. — F*etta sást Ijósast með samanburði við fyrra árs reikning. Hann skilar til yfir- færslu tekjuafgangi, sem nemur kr. 33565,36 eða með vöxtum kr. 36250,39, en af því skilar þessi reikningur aðeins kr. 6042,14. Tapið á árinu er því kr. 27523,22. Nær því helmingur þeirrar upphæðar er beint tap á verð,- falli og gengismismun, en hitt minkaðar tekjur af verslun- arrekstrinum. Reksturskostnaðinn var auðvitað ómögulegt að minka í nokkru hlutfalli við þetta, en þó var hann lækkaður um nál. kr. 4750,00; þar af nál. helmingur lækkuð laun, en hitt lækkaður skrifstofukostnaður. í rauninni er lækkun reksturskostnaðarins ríflega 2000 kr. meiri en hér er sagt, og það laun starfsmannanna, því hin ákveðna ágóða hlutdeild þeirra fellur alveg í burtu, en hún hefir stundum numið 2500 krónum. Hin mikla minkun á innflutningi vara er ekki sprottin af svo mjög minkuðum sölumögulegleikum, eins og sést á því, hve mikið var selt á árinu af dýrtíðarvöruforð- anum frá fyrra ári, sem þrátt fyrir mikinn afslátt enn var þó með dýrtíðarverði, heldur af því, að félagsstjórnin vildi spara öll hjákvæmileg kaup frá útlöndum, og flutti því ekki inn vörur til Söludeildarinnar, aðrar en þær, sem hún taldi óhjákvæmilega nauðsyn að útvega, eða beint var krafist af félagsmönnum. Söludeildin var því á þessu ári miklum mun fátækari af allskonar munaðar- og glæsivörum en kaupmannabúðirnar umhverfis, og verður ekki um það

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.