Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Page 31

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Page 31
33 þar engu við að bæta, ef þeir hafa neytt réttar síns í fé- laginu, og staðið í skilum. F*etta hefir mjög einkennileg áhrif á kaupmannaverslanirn- ar, þar sem kaupfélög eru svo öflug og fjölmenn, að kaup- mennina fer að vanta viðskiftamenn, nema þeir geti náð til sín einhverjum hluta af kaupskap félagsmanna. — Félag- ið hefir losað kaupmennina við útvegur hinna virkilegu og almennustu nauðsynjavara, sem ætíð er vandasamasti, umsvifamesti og kostnaðarsamasti þátturinn í verslunarrekstr- inum þjóða og landa á milli, þar sem oft er að ræða um heila skipsfarma af einstökum vörum, svo sem korn- vörum og timbri. Á hinn bóginn sneiðir kaupfélagið hjá óþarfa vörunum, lætur þær sitja á hakanum, og forðast þær með öllu, þegar hart er í ári og verslunin óhagslæð eins og nú er. Af þessu leiðir, að óþarfavörurnar, glingur, munaðarvör- ur og glæsivörur verða aðalþátturinn í verslunarrekstri smá- kaupmannanna, enda Ipera búðir þeirra og auglýsingar Ijós- an vott um þetta. Fegar nú að þennan varning vantar að mestu eða öllu í sölubúðir kaupfélaganna, þá reynir fyrir alvöru á fjármálalegan ogj siðferðislegan þroska kaupfélags- manna. 3

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.