Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Blaðsíða 36
38
Athugasemdir:
Tjarhagsástæður sparisjóðsins hafa á árinu 1921 tekið
þessum breytingum:
Fasteignaveðslán hafa vaxið um . kr. 19662 18
Sjálfskuldarábyrgðarlán hafa vaxið um . — 4866 51
Ny lán gegn ábyrgð sveitarfélaga ... — 2000 00
dto gegn handveði ...... — 2000 00
Alls hafa útlánin hækkað um — 28528 69
Víxillán hafa lækkað um...........— 1150 00
Innstæðufé sparisjóðsins í veltufé K. tJ.
hefir lækkað um ........ — 34576 73
Innstæðueigendum hefir fjölgað um 6, en
innstæðuféð þó lækkað um . . . . — 8543 86
Viðlagasjóður hefir vaxið um . . . . — 1380 54
Af þessu yfirlirliti sést, að á árinu hefir alveg óvanalega
mikið verið lánað út úr sjóðnum, og langtum mest gegn
fasteignaveðum. Abyrgðarlán hafa að vísp ofurlítið vaxið,
en víxillánin fara altaf minkandi ár af ári, og virðist það
bera vott um vaxandi varfærni og vandvirkni í meðferð
fjárins, að því er tryggingar snertir, sem auðvitað er
nausynlegt á þessum öfgatímum.
Ekkert af þessum lánum hefir gengið út úr félaginu;
þau eru öll hjá félagsmönnum, og eingöngu veitt þeim til
þess, að létta þeim aðstöðu þeirra í félaginu, bæði til fram-
kvæmda og efnahagsviðreisnar.
Eins og auðvitað er, hlaut innstæðufé sjóðsins í veltufé
K. Þ. að minka, bæði um það, sem úilánin hafa vaxið,
og innstæðufé minkað. Þessi auknu útlán hafa því haft
spillandi áhrif á fjárhagsástæður félagsheildarinnar út á við,
en að sama skapi bætandi áhnf á fjárhagsástæður deild-
anna og einstakra félagsmanna, enda var það tilætiunin
með lánunum, í þeirri von, að félagsheildinni yrði mögu-
legra en einstaklingunum, og deildunum að velta lánum til
rekstursfjár.