Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Page 43

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Page 43
45 Athugasemdir: Þessi skýrsla sýnir, að árið 1921 hefir K. Þ. haff 2968 kílóum minna af ull frá félagsmönnum til meðfeiðar en árið 1920. Verður ekki séð, að til þess geti verið önnur orsök en sú, að félagsmenn hafi meira en áður dreyft ull- arinnleggi sínu til kaupmanna. Manni kemur ósjálfrátt til hugar, hvort þetta muni ekki geta staðið í einhverju sam- bandi við það, að árið 1921 var Söludeild K. Þ. óvenju- lega fátæk af flestum þeim vörum, sem ekki eru taldar til lífsnauðsynja, en búðir kaupmanna voru fullar af allskonar skartvörum og munaðarvörum, sem að mestu leyti hurfu úr búðunum á árinu. — Það var þó eftir ítarlegar sparn- aðarumræður á fundum K. F*. og í sveitunum og deildum félagsins, að þessi stefna var tekin með verslun Söludeild- arinnar, og stjórn K. P. vissi ekki annað, en að kaupfé- lagsmenn létu sér þetta vel lynda, þeim væri full alvara að viðhafa róttækan sparnað. En ýmislegt bendir til, að talsvert af félagsmönnum hafi ekki staðist freistingar kaup- mannabúðanna, eða látið sér skiljast, hve afar áríðandi það er fyrir framtíð félags þeirra, að engu sé að óþörfu eytt, og að þeir haldi öllum gjaldeyrisvörum sínum óskertum til félagsins, en forðist að binda nokkuð af þeim með skuldum við kaupmenn að nauðsynjalausu. Um verkun og flokkun ullarinnar má að flestu eða öllu leyti vísa til þess, sem sagt var um það efni i síðasta árs- riti K. Þ. — Ullarverkuninni fer að vísu alt af fram í heildinni, en það ætlar að ganga seint, að fá alla til þess að bæta úr því, sem enn er ábótavant í verkun og flokk- un ullarinnar, hversu rækilega sem það er brýnt fyrir mönnum og sýnt fram á, að menn vinna sjálfum sér mest tjón með því að fylgja ekki þeim reglum, sem fyrirskip- aðar eru. Hið eina, sem duga mundi gagnvart þeim mönnum, sem engum reglum fylgja um þetta og aldrei geta sannfærst, væri, að enginn ullarmatsmaður veitti mót- töku vöru þeirra, svo að hún yrði þeim verðlaus. En þvi

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.