Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Qupperneq 48

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Qupperneq 48
50 Athugasemdir: Þessi skýrsla er með nokkuð öðru móti en að» undan- förnu. I fyrra árs riti náði hún aðeins yfir vörukaup deild- anna, en upphæðir vöruinnleggsins voru ekki sýndar á sömu skýrslu, eins og nú, en það er gert tii þess, að fá sem Ijósastan samanburð á keyptum og seldum vörum á árinu. En ýmisiegt er að athuga við skýrsluna, svo að hún verði full skiljanleg, þvi sumar tölur í heijni eru, fyrir sérstakar ástæður, mjög svo villandi, einkum að því er vöruinnleggið eða hinar seldu vörur snertir. ÖII peninga- og ávísana-viðskifti deildanna liggja ufan við þessa skýrslu, en þau hafa mjög svo mismunandi áhrif á hlutföllin milli vöruinnleggs og vöruúttektar hverrar deildar fyrir sig. Hjá sumum deildunum auka þau viðskifti úttektina, en hjá öðrum innleggið. Að sýna það alt er ekki tilgangur þess- arar skýrslu, heldur aðeins að sýna vöruveltuna út og inn, bæði hjá hverri einstakri deild og hjá félaginu í heild. En því miður getur hún ekki fullkomlega sýnt þetta hjá öllum deildunum. Par eru tvær deildirnar algerð undan- tekning, nefnil. hin 5. og hin 20. Aðal innleggsvörur þessara deilda eru sjávarafurðir, fiskur og lýsi. í þeim báðum voru fyrir nokkrum árum stofnuð s>fiskisamlög«, sem á eigin kostnað og ábyrgð hafa verkað og selt sjáv- arafurðirnar, en látið söluverðið ganga til kaupfélagsins. A skýrslunni eru því í vöruinnleggs-dálkinum aðeins tald- ar þær landbúnaðarafurðir, sem þessar deildir höfðu til sölu og kaupfélagið hafði til meðferðar og útflutnings, en sjávarafurðirnar ekki, en þær nema stórum upphæðum hjá þessum deildum. Af þessu kemur það, að hlutföllin milli seldra og keyptra vara eru svo mikið öðruvísi hjá þessum deildum en hjá hinum deildunum, enda auðsætt, að þau hlutföll gætu ekki með nokkru móti átt sér stað. Nú hefir þessu fyrirkomulagi verið breytt. Fiskisamlögin eru lögð niður sem sjálfstæðar stofnanir. K. Þ. hefir reist fiskmót- tökuhús með sama fyrirkomulagi og sláturhúsin, og þar

x

Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga
https://timarit.is/publication/270

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.