Ársrit Kaupfjelags Þingeyinga - 01.01.1922, Page 55
57
Athugasemdir:
Eign félagsmanna í þessum sjóði hefir á árinu vaxið
um kr. 18962,42, eða um kr. 24,42 á hvern félagsmann
að meðaltali. Meðaleign félagsmanna í sjóðnum er nú
kr. 188,10.
Tala félagsmanna hefir staðið í stað á árinu, aðeins
fjölgað um einn mann, úr 769 í 770. Árin 1918 — 1920
fjölgaði félagsmönnum óhóflega, einkum af þurrabúðar-
mönnum og ýmsu fólki, sem ekki hafði neinn fastan at-
vinnuveg að bakjarli, og lítinn skilning á samvinnumálum.
Eins og raunar við mátti búast, hefir þetta mikla aðstreymi
af lítt þroskuðum lausingjalýð orðið félaginu að vandiæði!
Skuldir hafa myndast, sem lítil eða engin eign og óviss
atvinna stendur á bak við, og þarf bæði lægni og festu
til að kippa þessu í lag. Má búast við, því miður, að
nokkuð af þessum mönnum hljóti að hröklast aftur úr fé-
Iaginu á næsta ári. Félagið megnar ekki að svo stöddu
að bera blak af þeim og kenna þeim lífsreglur samvinnu-
manna; tíminn til þess er óhentugur, eins og nú stendur,
þegar hver hefir nóg með sjálfan sig. í sveitadeildunum
ber lítið á þessu riðli í félagsskapnum, enda eru í þeim
flestum gamlir og æfðir deildarstjórar, eða þá ungir menn,
sem fengið hafa samvinnuuppeldi og láta ekki blekkjast af
neinum villukenningum, sem nú er svo fast haldið að
almenningi.