Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Side 32
34
feiknastórir landflákar með frjósamasta jarðvegi, auðug-
um bæði af lífrænum og ólífrænum jurtanærandi efnum,
hin svokallaða „svarta jörð“, en skifting landsins —stærð
jarðeignanna — er svo óhagstæð og jarðyrkjan á svo
lágu stigi, að afurðir landsins eru mjög litlar, og þegar
hart er í ári er stórkostleg hungursneyð vís.
Þetta vesæla ástand má eflaust að nokkru leyti
kenna stjórnarfarinu, en yfirleitt fer því fjarri að góð
búskaparskilyrði og velmegun og vellíðan bændastéttar-
innar séu fastir förunautar, svo eðlilegt sem það virðist
þó vera.
I hitabeltinu vex mest af verðmætum plöntum, þar
er gróður fjölskrúðugastur og þar geta menn aflað dýr-
astrar uppskeru af gefnu flatarmáli. En örlæti náttúr-
unnar við íbúana þar, tekur frá þeim hvötina til þess-
að leggja á sig nokkurt erfiði eða sýna nokkra fyrir-
hyggju. Þar ganga menn út að morgni til að afla dag-
legra nauðsynja, láta hverjum degi nægja sínar þjáning-
ar, og bera engar umhyggjur fyrir þörfum morgun-
dagsins. Loftslagið þar gerir vinnuna erfiða, og leti er
þar landlægur löstur. En hin gjafmilda náttúra er þar
líka oft strangur og óútreiknanlegur harðstjóri: Fellibylj-
ir, vatnsflóð, þurkar árum saman og aðrir dutlungar
náttúrunnar, sem mennirnir ráða ekkert við, gera þar
oft stórtjón. Hin eyðandi öfl náttúrunnar þar eru engu
síður sterk en hin framleiðandi eða uppbyggjandi: Hit-
inn, yfirgnæfandi raki á regntímanum, skordýramergð
o. fl. leggjast á eitt að eyðileggja afurðirnar, er menn
hafa aflað sér. Evrópubúar þola ekki hitabeltisloftslagið
og þessvegna gera þeir lítið landnám þar, nema þá svo-
hátt til fjalla, að loftslagið sé temprað.