Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Page 41

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Page 41
43 hennar út í yztu æsar, en aðeins eftir hennar eigin ó- rjúfanlegu lögum. Með þeim ræktunarháttum, sem við höfum, eða {tekkjum, og undir þeim náttúruskilyrðum, sem við bú- um við er hæpið, að það borgaði sig að kosta svo miklu til túnanna að þau gæfu að jafnaði fjórfalda þá eftirtekju sem þau nú gefa. Hver einstök planta þarf nokkurt landrými, eins og eg hefi áður nefnt, og njóti hún þess ekki, þá nær hún ekki fullum þroska, jafnve! þótt öll önnur skilyrði séu í bezta lagi. Ef ekki er jöfnuður á og samræmi milli T n nfí fl Ct- löginálið. aHra h'fsskilyrða plantnaHna, þá kemur óð- ara fram hið svokallaða lástigslögmál (Mini- niumslöv), er Liebig fann, en það er svo að skilja, að þegar eitt lífsskilyrðið er lakara en annað, þá er það lak- asta lífsskilyrðið eitt, sem takmarkar vöxt og þroska plantnanna. Það stoðar t. d. ekkert þótt yfirfljótanleg gnægð sé af næringarefnum í jarðveginum, ef eitt efnið vantar, eða er af skornum skamti. • Það eitt ræður þá uppskerunni. Annað mál er það, að auðveldara er að bæta úr skorti á einu efni eða einu og öðru lífsskilyrði •en úr allsherjarskorti. Ef svo væri, að aukinn kostnaður fengist Allsheriar- lögmál. æ*-í^ endurgoldinn með auknum afurðum, þa gætu allir og mætti alstaðar framleiða nægilegt til að fullnægja þörfunúm og það jafnvel á mjög litlu svæði. En þessu er nú ekki þannig varið, og er ekkert sérkennilegt fyrir jarðræktina, Sama gild- ir um afurðir og hagsmuni af húsdýrunum, og ótal mörg dæmi mætti tilfæra, frá ýmsum sviðum daglega lífsins, sem sýndi hið sama. Því harðara sem við vilj-

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.