Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Page 45

Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Page 45
47 undinn P. Krapotkin fursta. Hann hefir tröllatrú á- því, að margfalda megi kornuppskeruna, með þvi að velja altaf til útsaeðis „bezta kornið, úr bezta axinu á beztu plöntunni" og ætla því miklu stærra vaxtarrými en nú gerist. Aðferð þessi er kend við enskan plöntu- kynbótamann, Major Hallet, en það er líka álitið að Japanar og Kínverjar hafi hana við hrísgrjónaræktina. Þessari úrvals- og ræktunaraðferð til stuðnings bendir hann á garðyrkjuna á eyjunum í Ermarsundi. Reynslan hefir sýnt, að kornp\önt\iemstaklingarnir verða þróttmeiri, stórvaxnari og afurðameiri með þess- ari aðferð, en þeir komast líka íærri fyrir á sama akri,. þegar landrými þeirra er aukið, og það er ósannað,. livort aðferðin er arðsöm. Bjartsýni Bjartasl£U' eru þó framtíðarvonir sumra efnafræðinganna og háfleygastar hugsjónir þeirra í þessu etni. Má þar fremstan telja hinn fræga franska efnafræðing Berthelot „hinn fjölkunna", sem nú er nýlega dáinn. Efnafræðingarnir hafa þá trú, að þeim takist að búa til öll möguleg næringarefni, án þess að lála plönturnar draga þau úr skauti náttúrunnar. Berthe- lot hefir lýst þessu þannig: „Efnisorkan er alstaðar nálæg. í henni finnum vér hagfræðislega úrlausn þess viðfangsefnis, sem ef til vill er hið stærsta, sem efnafræðingunum er í hendur feng- ið, sem sé það að búa til fæðuefni. I raun og veru er sú gáta ráðin, sú þraut unnin. Fyrir 40 árum fundust aðferðir til að búa til feiti og olíu. Nú er verið að finna aðferðina til að búa til sykur- og kolvetni, og þá verður þess ekki langt að bíða að eggjahvítuefnin verði líka búin til, Myndun (Synthesis) næringarefnanna er

x

Búnaðarsamband Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarsamband Austurlands
https://timarit.is/publication/273

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.