Búnaðarsamband Austurlands - 01.01.1915, Page 47
Til athugunar.
Allar umsóknir til Sambandsins eiga að vera komn*
ar til formanns stjórnarinnar fyrir lok janúarmán. ár
hvert. Slíkar umsóknir geta verið m. a.:
1. ITm bændanámsskeið. Sambandssvæðinu er
skift í 4 námskeiðasvæði: 1. Svæðið norðan Smjör-
vatnsheiðar. 2. Fljótsdalshérað, með aðliggjandi fjörð-
um. — Þetta svæði sækir námsskeið Eiðaskólans. —
3. Svæðið Fáskrúðsfjörður að Lónsheiði og 4. Austur-
Skaptafellssýsla. — Til þess að námskeið komist á,
þarf svofeldan undirbúning:
Formenn búnaðarfélaga á svæðunum 1. 3. og 4.
grenslast eftir því, hver í sínu nágrenni, hvort áhugi er
fyrir því, að námskeið komist á. Þetta gera þeir að
haustinu, eða snemma vetrar það ár, sem námskeiðið
ber upp á þeirra svæði (þriðja hvert ár). Sé námskeiðs
óskað, útvega þeir húsnæði, með hita og lýsingu, á þeim
stað á svæðinu, sem stjórn Sambandsins hefir sam-
þykt, annaðhvort i eitt skifti fyrir öll, eða það og það
árið, enda tryggja sér jafnframt að kostnaður við þetta
verði greiddur af hlutaðeigandi hreppum, eða annars-
staðar frá. Auk þess útvega þeir innan héraðs helming