Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Síða 15
LANDSBÓKASAFNIÐ 1955—1956
15
þeirra, en álítur nauðsynlegt að taka þá ákvörðun, að þau sameinist svo fljótt sem húsa-
kostur leyfir, og að þau hefji nú þegar, í samræmi við þá ákvörðun, svo náið samstarf
sem unnt er lil þess að nýta sem hagkvæmlegast þá fjármuni, sem veittir eru til starf-
seminnar.
Verði eigi horfið að þessu ráði, má búast við óheppilegri þróun safnanna á margan
hátt, og hvort safn um sig mun reyna að fá húsnæðismál sitt leyst, án tillits til hins,
og kynni þá samruni þeirra að reynast örðugri síðar.
Það, sem einkum mundi vinnast við sameiningu safnanna, er að losna við tvíkaup
bóka og tímarita, betri hagnýting bókakosts og starfskrafta og sameining embætta for-
stöðumanna, þegar núverandi forstöðumenn láta af embætti.
Þetta, sem nú var talið, og sitthvað fleira, sem til mætti tína, styrkir þá skoðun, að
það hljóti að vera skipulagslega og fjárhagslega hagstætt að sameina söfnin, enda hefur
sú leið hvarvetna í löndum farin verið, þar sem líkt stóð á og hér. Það er eðlilegt, að
hér verði Landsbókasafn aðalbókasafnið. Hitt er óhjákvæmilegt, að í Háskólanum verði
eftir sem áður varðveitt verulegt safn af bókum, sem nota þarf við dagleg námsstörf
stúdenta í lestrarsal skólans, svo og uppsláttarrit handa kennurum. Þannig er um fjölda
fræðilegra tímarita, sem kennarar Háskólans mega sízt án vera, en geymast ættu er frá
liði í aðalsafninu. — Annars skal hér ekki rætt nánar um væntanlegt fyrirkomulag á
samruna safnanna á þessu stigi málsins. En vegna þess að vænta má, að nokkur frestur
verði á því, að nýtt safnhús verði tilbúið, enda þótt tillögur nefndarinnar væri sam-
þykktar í höfuðdráttum af ríkisstjórn og Alþingi, viljum vér leggja áherzlu á, að náin
samvinna verði upp tekin milli stjórnar Landsbókasafns og Háskólabókasafns með til-
liti til hagsmuna beggja safnanna og sameiningar þeirra í náinni framtíð.
Að lokum leggur nefndin til:
1. Að Landsbókasafn og Háskólabókasafn verði sameinuð. Landsbókasafn verði
aðalsafn, en Háskólabókasafnið verði miðað við handbóka- og námsþarfir stúdenta
og kennsluundirbúning og rannsóknir háskólakennara.
2. Að reist verði bókasafnshús í næsta nágrenni við Háskólann, til þess að samein-
ing safnanna verði framkvæmanleg.
3. Að nánari samvinna verði upp tekin milli Landsbókasafns og Háskólabókasafns,
meðan beðið er eftir nýju bókasafnshúsi, og nauðsynleg fyrirmæli sett um það í reglu-
gerð Landsbókasafns, að fengnum tillögum forstöðumanna beggja safna.
Reykjavík, 11. janúar 1957.
Þorkell Jóhannesson. Finnur Sigmundsson. Björn Sigfússon.
Bjarni Vilhjálmsson. Birgir Thorlacius.
Með samþykkt þessarar þingsályktunartillögu hefir Alþingi fallizt á þá stefnu, sem
hér er mörkuð, og er þess að vænta, að skammt verði að bíða framkvæmda. Landsbóka-
safn'ið hefir um áratugi búið við óhæfileg þrengsli og örðug vinnuskilvrði, og þar sem