Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 15

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Blaðsíða 15
LANDSBÓKASAFNIÐ 1955—1956 15 þeirra, en álítur nauðsynlegt að taka þá ákvörðun, að þau sameinist svo fljótt sem húsa- kostur leyfir, og að þau hefji nú þegar, í samræmi við þá ákvörðun, svo náið samstarf sem unnt er lil þess að nýta sem hagkvæmlegast þá fjármuni, sem veittir eru til starf- seminnar. Verði eigi horfið að þessu ráði, má búast við óheppilegri þróun safnanna á margan hátt, og hvort safn um sig mun reyna að fá húsnæðismál sitt leyst, án tillits til hins, og kynni þá samruni þeirra að reynast örðugri síðar. Það, sem einkum mundi vinnast við sameiningu safnanna, er að losna við tvíkaup bóka og tímarita, betri hagnýting bókakosts og starfskrafta og sameining embætta for- stöðumanna, þegar núverandi forstöðumenn láta af embætti. Þetta, sem nú var talið, og sitthvað fleira, sem til mætti tína, styrkir þá skoðun, að það hljóti að vera skipulagslega og fjárhagslega hagstætt að sameina söfnin, enda hefur sú leið hvarvetna í löndum farin verið, þar sem líkt stóð á og hér. Það er eðlilegt, að hér verði Landsbókasafn aðalbókasafnið. Hitt er óhjákvæmilegt, að í Háskólanum verði eftir sem áður varðveitt verulegt safn af bókum, sem nota þarf við dagleg námsstörf stúdenta í lestrarsal skólans, svo og uppsláttarrit handa kennurum. Þannig er um fjölda fræðilegra tímarita, sem kennarar Háskólans mega sízt án vera, en geymast ættu er frá liði í aðalsafninu. — Annars skal hér ekki rætt nánar um væntanlegt fyrirkomulag á samruna safnanna á þessu stigi málsins. En vegna þess að vænta má, að nokkur frestur verði á því, að nýtt safnhús verði tilbúið, enda þótt tillögur nefndarinnar væri sam- þykktar í höfuðdráttum af ríkisstjórn og Alþingi, viljum vér leggja áherzlu á, að náin samvinna verði upp tekin milli stjórnar Landsbókasafns og Háskólabókasafns með til- liti til hagsmuna beggja safnanna og sameiningar þeirra í náinni framtíð. Að lokum leggur nefndin til: 1. Að Landsbókasafn og Háskólabókasafn verði sameinuð. Landsbókasafn verði aðalsafn, en Háskólabókasafnið verði miðað við handbóka- og námsþarfir stúdenta og kennsluundirbúning og rannsóknir háskólakennara. 2. Að reist verði bókasafnshús í næsta nágrenni við Háskólann, til þess að samein- ing safnanna verði framkvæmanleg. 3. Að nánari samvinna verði upp tekin milli Landsbókasafns og Háskólabókasafns, meðan beðið er eftir nýju bókasafnshúsi, og nauðsynleg fyrirmæli sett um það í reglu- gerð Landsbókasafns, að fengnum tillögum forstöðumanna beggja safna. Reykjavík, 11. janúar 1957. Þorkell Jóhannesson. Finnur Sigmundsson. Björn Sigfússon. Bjarni Vilhjálmsson. Birgir Thorlacius. Með samþykkt þessarar þingsályktunartillögu hefir Alþingi fallizt á þá stefnu, sem hér er mörkuð, og er þess að vænta, að skammt verði að bíða framkvæmda. Landsbóka- safn'ið hefir um áratugi búið við óhæfileg þrengsli og örðug vinnuskilvrði, og þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.