Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Síða 142

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Síða 142
142 PETER IIALLBERG En annars er auðséð, að Minnisbók h er í heild sinni — að fyrstu blaðsíðunum undanteknum — nokkru seinni en a. 011 drög að blaða- eða tímaritagreinum í a eiga við greinar, sem birtust árið 1942. Að vísu er einnig í fyrra hluta b efni úr tveimur greinum frá því ári: undir fyrirsögninni „Skriftamálaræða fyrir Listaþíngið“ er upp- kast (41—48) að erindinu Höfundurinn og verk hans, sem var fyrst flutt í íslenzka útvarpinu 22. nóvember 1942 og birtist í Vettvangi dagsins sama ár; á bls. 59 eru setningar úr greininni Bókin um veginn, sem var fyrst prentuð í Tímariti Máls og menn- ingar, 3. hefti 1942, og síðan í Sjálfsögðum hlutum 1946. En annars eru slík drög að greinum í b ekki eldri en frá 1943. Á bls. 86—88, 90—91 og 98—109 eru ýmsar athuga- semdir um landbúnaðarmál, og eiga þær allar við greinina Gegn óvinum landbúnaðar- ins. Hún birtist í Sjálfsögðum hlutum og er þar dagsett „Apríl 1943“; um þær mundir var höfundurinn byrjaður að vélrita uppkastið að Klukkunni. Bls. 110 og meirihlutinn af bls. 124—39 fjalla um efni í ritgerðina Minnisgreinar um fornsögur, en hún var fyrst prenluð í Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 1945, og síðarmeir í Sjálfsögðum hlut- um. Það má geta þess, að bls. 124—39 eru skrifaðar með grænu bleki, eins og Minnis- bók c og fyrsta uppkastið (A)gS Mani. Minnisbók b ber skýran vitnisburð um seinna stig í þróun sögunnar en a. Það er svipað samband milli b og Klukkunnar B annarsvegar og milli a og Klukkunnar A hinsvegar. Minnisbók b fjallar um ýmis atriði, sem vantar í fyrsta uppkastinu (A), en sem eru hinsvegar komin inn í næsta handrit (B). Svo er t. d. um ,,Brimarhólmsfara“ þann, sem Jón Hreggviðsson hitti í Svartholinu að Bessastöðum, og sem hafði selt ,,tvö börn sín, sjö ára strák og Ijóshærða telpu fimm ára“ (20) fyrir hollenzka gull- peninga; utn blinda manninn, sem „liélt í höndina á bláeygðum únglíngsdreing“ (28), og móðir Jóns hitti með flökkurum á leið sinni til Skálholts; um viðureign Jóns og tröllskessunnar á flótta hans norður yfir Island (32—34); um samtal kokka í danska leiguhernum um „virkið Kremónu á Lángbarðalandi“, stríð í Karpatafjöllum o. s. frv. (50—52). Á einum stað í Minnisbók b er þessi athugasemd: „Kjarni næstu bókar: A.M. ,selur‘ Snæfríði íslandssól í annað sinn, — að þessu sinni vegna réttlætisins: Berst gegn lög- manni föður hennar, sem er ránglátur dómari, vilhallur Dönum og krúnunni, fjand- maður alþýðunnar.“ (71) Aðalefni miðbindisins hefur þá verið skáldinu ljóst a. m. k. um það leyti, er hann var að ganga frá Klukkunni B. Hér má geta þess, að meðal handritanna að Islandsklukkunni er einnig „Synopsis sögu Jóns Hreggviðssonar eftir heimildum“, 10 ótölusettar blaðsíður, skrifaðar með dökkbláu bleki á lausum blöðum. Ennfremur er þar vélritað „Extrakt úr Alþingisbók- inni 1684. Num 29 Um morð Jóns Hreggviðssonar“, 3 blaðsíður. Halldór hefur einnig haft próförk af greininni Óbótamál Jóns Hreggviðssonar á Rein eftir Jóhann Gunnar Ólafsson; sú grein birtist í tímaritinu Helgafell, júlí—ágúst 1943. Undirstrikanir í próf- örkinni sýna, að skáldið hefur haft hana handbæra, meðan hann var að semja seinni bindin af skáldsögu sinni; suniar þeirra eiga við atriði í Mani, en aðrar við atburði í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.