Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 145
ÍSLANDSKLUKKAN í SMÍÐUM
145
Það virðist þá nokkurn veginn víst, að Minnisbók c er frá haustinu 1943. En dag-
setningar í henni staðfesta þetta. Bls. 31: „Þessi saga geingur: Aðfn. 3. okt. 1943 er
verið að aka kjöti í tonnatugatali í sjóinn úr íshúsinu Herðubreið. Þar standa þá
stokkar af ísl. smjöri geymdir, en ógerníngur að fá smjör í verslunum.“ Sú athugasemd
gæti átt við Omyndarskapinn í landbúnaðarmálum; en sú grein var síðarmeir prentuð
í Sjálfsögðum hluturn og dagsett þar 1943. En nokkrar setningar úr henni eru einnig á
bls. 41. Nákvæmast verður Minnisbók c dagsett af nokkrum orðum á bls. 66, sem snerta
daglegt líf höfundarins. Þar er lalað um kulda sunnudagana þann 14. og 21.; það hlýtur
að eiga við nóvember 1943.
Fyrsta uppkastið (A) að miðbindinu er tölusett bls. 1—328; en í staðinn fyrir bls.
255 er 255a og b. Auk þess eru 5 ótölusett blöð inn á milli hinna. Handritið er svo til
eingöngu skrifað með samskonar grænu bleki og Minnisbók c.
Dagsetning er fyrst á bls. 109, milli tveggja málsgreina í lok 6. kap.: „(Eftir rúma
tvo mán; 5. jan. ’43.)“ — auðvitað misritun fyrir ’44. Því næst á bls. 266, í upphafi
Sextánda kapítula: „Hveradölum 10. apríl“. Svo á bls. 274, á undan Sautjánda kapítula:
„Laugarvatn, 13. apríl“, og loks á síðustu blaðsíðu, 328: „Lokið uppkasti á Laugar-
vatni 17. maí, ’44“.
I næsta handriti (B) er hver kafli tölusettur sér, t. d. Fjórði kapítuli 1—30 og Þrett-
ándi kapítuli 1—11. Sjötta kaflann vantar með öllu, og af sjöunda kaflanum er aðeins
til fyrsta blaðsíðan. í Níunda kapítula (1—15) er tölusetningin 9a—9f, og verður kafl-
inn þannig 20 blaðsíður. Þar að auki gefa ýmis blöð „Yfirlit“ eða „Synopsis“ að sum-
um köflum, t. d. þriðja, fimmta og áttunda. Ennfremur eru önnur blöð með hluta af
köflum í dálítið frábrugðinni gerð, stundum aðeins fáeinar línur, en stundum meira,
l. d. bls. 2—11 af sautjánda kaflanum. Handritið „sjálft“ er þannig 267 bls.; en þar við
bætast 34 ,,aukablöð“. Skriftin er með grænu bleki eins og í A.
Dagsetning er á bls. 12 í Fjórða kapítula: „Akureyri 30. júní“. En inn á milli blað-
anna í A og B má finna reikninga frá Hotel Goðafoss, Akureyri, dagsetta í júlí og ágúst
1944; en um þær mundir var höfundurinn að vinna að B-handritinu. Loks á síðustu
blaðsíðunni í B, 14. bls. í Tuttugasta kap.: „Lokið hreinritun 19. okt. (Rvík)“.
Man C og D eru bæði vélrituð, og eru tengslin þeirra á milli mjög svipuð sambandinu
milli handritanna C og T) af Klukkunni. Það vantar sem sé í Mani C tnörg blöð, svo að
aðeins 50 eru eftir; en þá eru taldar með nokkrar „tvöfaldar“ blaðsíður, sem hafa verið
skrifaðar tvisvar: 52, 99, 123, 164. En auðséð er, að mörg þeirra blaða, sem vantar í
C — e. t. v. öll — hafa verið flutt yfir í D. Þá ályktun má draga af sömu merkjum og í
hinu tilfellinu. T. d. bera bls. 9, 17 og 96 í D — en þær eru einnig til í C — það með sér,
að þær hafa verið nýskrifaðar eftir á: það hefur orðið að skila auðu neðanvert á blað-
inu, til þess að textinn falli saman við næstu blaðsíðu, sem þá hefur verið tekin úr C.
Man D er tölusett bls. 1—174; ekkert blað vantar. A síðustu blaðsíðunni er dagsetn-
ing: „Akureyri, Hótel Goðafoss, sumarið 1944“ — sú sama og í hinni prentuðu bók.
Af því sem hefur verið sagt hér að framan, verður ljóst, að þessi dagsetning á aðallega
við B.
Árbók Lbs. ’55-’56 10