Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 147
ÍSLANDSKLUKKAN í SMÍÐ.UM
147
lega ekki til nema 15 yfirstrikaðar blaðsíður, auk 4 blaða, þar sem hefur verið byrjað
að skrifa en hætt við það vegna misritunar. Þ. e. a. s. öll hin blöðin í „C“ hafa verið
tekin upp í „D‘‘. En síðarnefnt handrit er alveg óskert og tölusett bls. 1—120; tölu-
setningarnar 57 og 76 hafa báðar af misgáningi verið notaðar tvisvar, þannig að hand-
ritið verður samtals 122 blöð.
Það eru þá aðeins fáar hlaðsíður í „D“, sem hafa verið vélritaðar í annað skipti. En
þessvegna er þetta prenthandrit heldur ekki nærri því eins „hreint“ og D-handritin af
fyrsta og öðru bindinu.
Dagsetning er á síðustu blaðsíðunni, 120: „Eyrarbakka 22. júní 1945 — Gljúfrasteini
9. mars 1946“ — sú sama og í hinni prentuðu bók. Vélritunin hefur þá verið gerð á
Gljúfrasteini 29. janúar — 9. marz, nema hún hafi verið byrjuð nokkru fyrr, meðan
Halldór var enn að semja síðustu kafla 6-handritsins.
II
Skal næst sagt frá því, sem þessi drög og handrit láta í ljós um heimildir að íslands-
klukku/mi. En ég vil strax taka það fram, að hér er alls ekki um neina alhliða heimilda-
könnun að ræða; það yrði rannsókn langt fyrir utan takmörk þau, sem þessari grein
eru sett. Eg ætla að einskorða þátt þennan við það, sem höfundurinn hefur sjálfur vísað
til í minnisbókum sínum og handritum. En hvað hann hefur fundið ástæðu til að taka
þar fram, er auðvitað að sumu leyti tilviljun háð. Þetta hefur hann skrifað sjálfum sér
til leiðbeiningar við samningu sögu sinnar, en ekki handa fræðimönnum.
Hér skal ekki fjölyrt um söguleg skjöl þau, sem skáldið hefur stuðzt við í máli Jóns
Hreggviðssonar. Þau hafa þegar verið rækilega rædd i áðurnefndri grein eftir Jóhann
Gunnar Olafsson.1 En í máli Jóns — éins og annarra slíkra afbrotamanna, svo sem
Asbjörns Jóakimssonar, Geirnýar Guðmundsdóttur og Hólmfasts Guðmundssonar —
hafa embættisbréf Árna Magnússonar verið ein aðalheimild Halldórs. T. d. er í Minnis-
bók b vísað til útgáfu Kr. Kálunds, Arne Magnusson. Embedsskriveher og andre offen-
lige ahtstykker (1916): „Sjá Embedsskriv. bls. 375“ (14); en sú tilvísun á við bréf
þeirra umboðsmanna Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 14. júní 1710 til að verja
fyrir yfirdómi dóminn yfir Sigurði Björnssyni, fyrrv. lögmanni, í máli Jóns Hreggviðs-
sonar. í sama bindi eru einnig ýmis bréf Árna út af ákæru Magnúsar Sigurðssonar í
Bræðratungu. Enn eru þar birtir útdrættir á dönsku úr gerðabókum hæstaréttar, bæði
í „Br0dretunge-sagen“ og í lögmannsmálinu.
Lýsingin á persónuleika Arnas Arnæusar hefur sótt margt til embættisbréfa Árna, en
e. t. v. ennþá meira til einkabréfa hans. Enda vitnar skáldið oft í ,.Prív.“, en það heiti
á við útgáfu Kr. Kálunds, Arne Magnussons private brevveksling (1920). Margir ís-
lenzkir lesendur munu frá bréfum Árna Magnússonar kannast við ýmis þeirra orð-
tækja, sem hafa verið lögð á tungu Arnæusar. Eg vona samt, að fáeinum dæmum um
meðferð höfundarins á þessu efni sé ekki ofaukið.
1) Hér má einnig geta greinar Helga J. Halldórssonar, Þœttir úr sagn/rœði íslandsklukkunnar og
lögmál skáldverksins, í ritinu Á góðu dœgri. Ajmœliskveðja til Sigurðar Nordals 14. sept. 1951.