Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Síða 147

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Síða 147
ÍSLANDSKLUKKAN í SMÍÐ.UM 147 lega ekki til nema 15 yfirstrikaðar blaðsíður, auk 4 blaða, þar sem hefur verið byrjað að skrifa en hætt við það vegna misritunar. Þ. e. a. s. öll hin blöðin í „C“ hafa verið tekin upp í „D‘‘. En síðarnefnt handrit er alveg óskert og tölusett bls. 1—120; tölu- setningarnar 57 og 76 hafa báðar af misgáningi verið notaðar tvisvar, þannig að hand- ritið verður samtals 122 blöð. Það eru þá aðeins fáar hlaðsíður í „D“, sem hafa verið vélritaðar í annað skipti. En þessvegna er þetta prenthandrit heldur ekki nærri því eins „hreint“ og D-handritin af fyrsta og öðru bindinu. Dagsetning er á síðustu blaðsíðunni, 120: „Eyrarbakka 22. júní 1945 — Gljúfrasteini 9. mars 1946“ — sú sama og í hinni prentuðu bók. Vélritunin hefur þá verið gerð á Gljúfrasteini 29. janúar — 9. marz, nema hún hafi verið byrjuð nokkru fyrr, meðan Halldór var enn að semja síðustu kafla 6-handritsins. II Skal næst sagt frá því, sem þessi drög og handrit láta í ljós um heimildir að íslands- klukku/mi. En ég vil strax taka það fram, að hér er alls ekki um neina alhliða heimilda- könnun að ræða; það yrði rannsókn langt fyrir utan takmörk þau, sem þessari grein eru sett. Eg ætla að einskorða þátt þennan við það, sem höfundurinn hefur sjálfur vísað til í minnisbókum sínum og handritum. En hvað hann hefur fundið ástæðu til að taka þar fram, er auðvitað að sumu leyti tilviljun háð. Þetta hefur hann skrifað sjálfum sér til leiðbeiningar við samningu sögu sinnar, en ekki handa fræðimönnum. Hér skal ekki fjölyrt um söguleg skjöl þau, sem skáldið hefur stuðzt við í máli Jóns Hreggviðssonar. Þau hafa þegar verið rækilega rædd i áðurnefndri grein eftir Jóhann Gunnar Olafsson.1 En í máli Jóns — éins og annarra slíkra afbrotamanna, svo sem Asbjörns Jóakimssonar, Geirnýar Guðmundsdóttur og Hólmfasts Guðmundssonar — hafa embættisbréf Árna Magnússonar verið ein aðalheimild Halldórs. T. d. er í Minnis- bók b vísað til útgáfu Kr. Kálunds, Arne Magnusson. Embedsskriveher og andre offen- lige ahtstykker (1916): „Sjá Embedsskriv. bls. 375“ (14); en sú tilvísun á við bréf þeirra umboðsmanna Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 14. júní 1710 til að verja fyrir yfirdómi dóminn yfir Sigurði Björnssyni, fyrrv. lögmanni, í máli Jóns Hreggviðs- sonar. í sama bindi eru einnig ýmis bréf Árna út af ákæru Magnúsar Sigurðssonar í Bræðratungu. Enn eru þar birtir útdrættir á dönsku úr gerðabókum hæstaréttar, bæði í „Br0dretunge-sagen“ og í lögmannsmálinu. Lýsingin á persónuleika Arnas Arnæusar hefur sótt margt til embættisbréfa Árna, en e. t. v. ennþá meira til einkabréfa hans. Enda vitnar skáldið oft í ,.Prív.“, en það heiti á við útgáfu Kr. Kálunds, Arne Magnussons private brevveksling (1920). Margir ís- lenzkir lesendur munu frá bréfum Árna Magnússonar kannast við ýmis þeirra orð- tækja, sem hafa verið lögð á tungu Arnæusar. Eg vona samt, að fáeinum dæmum um meðferð höfundarins á þessu efni sé ekki ofaukið. 1) Hér má einnig geta greinar Helga J. Halldórssonar, Þœttir úr sagn/rœði íslandsklukkunnar og lögmál skáldverksins, í ritinu Á góðu dœgri. Ajmœliskveðja til Sigurðar Nordals 14. sept. 1951.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.